Erlent

Telja hvalaskoðunarbáta ógna lífi hvalanna

Sameiginlegar rannsóknir breskra og kanadiskra vísindamanna benda til þess að hvalaskoðunarbátar trufli svo hvalina, að lífi þeirra geti stafað hætta af. Bátarnir trufli hvalina við fæðuöflun og hreki þá jafnvel frá góðum matar- og hvíldarsvæðum.

Vísindamennirnir segja að allir bátar eða skip trufli hvali á um það bil fimm fverkílómetera svæði, með því einu að sigla framhjá þeim.

Hvalaskoðunarbátarnir elti hvalina hinsvegvar á röndum og reyni að komast eins nálægt þeim og þeir geta. Það geti verið nóg til þess að hrekja hvalina frá æti, jafnvel svo alvarlega að þeir svelti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×