Erlent

Nasistastytta afhjúpuð í Noregi

Styttan af Knut Röd, lögreglustjóra í Osló, í heimsstyrjöldinni
Styttan af Knut Röd, lögreglustjóra í Osló, í heimsstyrjöldinni

Stytta af lögreglustjóra Oslóarborgar, á stríðsárunum, hefur verið afhjúpuð í dag. Knut Röd vann sér það helst til frægðar að senda um 850 norska Gyðinga í útrýmingarbúðir nasista. Aðeins ellefu þeirra áttu afturkvæmt.

Það var norska Helfarar- og minnihlutarannsóknarstofnunin sem lét gera styttuna, til að minna Norðmenn á þátt þeirra í að framselja Gyðinga sína, aðallega til Auschwitz. Styttan sýnir lögreglustjórann í einkennisbúningi nazista, þar sem hann heilsar með nasistakveðju.

Eftir stríðið var Röd sýknaður í í málaferlum, á þeim forsendum að hann hefði aðstoðað norsku andspyrnuhreyfinguna. Hann gegndi embætti lögreglustjóra til 1965 og lést árið 1986.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×