Erlent

Slíta stjórnmálasambandi við Frakkland

Fórnarlömb þjóðarmorðsins í Rúanda
Fórnarlömb þjóðarmorðsins í Rúanda MYND/AP

Rúanda hefur slitið stjórnmálasambandi við Frakkland og gefið franska sendiherranum tuttugu og fjóra tíma til þess að koma sér úr landi.

Ástæðan er sú að í gær gaf franskur dómari út alþjóðlega handtökuskipun á hendur níu hátt settum rúandiskum embættismönnum, sem eru nánir samstarfsmenn forseta Rúanda. Þeir, og forsetinn, eru sakaðir um að hafa myrt fyrrverandi forseta landsins árið 1994.

Það var notað sem átylla til þess að hefja þjóðarmorð sem talið er að hafi kostað nær eina milljón manna lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×