Erlent

Bandaríkin fordæma árás í Írak

George W. Bush, Bandaríkjaforseti.
George W. Bush, Bandaríkjaforseti. MYND/AP

Talsmenn Bandaríkjaforseta fordæmdu í dag árásina í hverfi shía múslima og sögðu hana glórulausa og miðaða að því að skapa óstöðugleika í landinu. Alls létu um 200 manns lífið í árásinni sem var sú stærsta sem gerð hefur verið síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak.

Í dag voru hefndarárásir framkvæmdar en vígamenn réðust á moskur í hverfi súnnía og dóu þar tugir manna. George W. Bush, Bandaríkjaforseti, mun fara til Jórdaníu til viðræðna við forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, til þess að ræða mögulegar leiðir til þess að koma á stöðugleika í Írak en talið er að Írak sé á barmi borgarastyrjaldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×