Kársnesbrautin gæti farið í stokk 24. nóvember 2006 17:26 Kársnesbrautin í Kópavogi verður hugsanlega sett í stokk til að liðka fyrir aukinni umferð samfara mikilli fólksfjölgun í vesturbæ Kópavogs. Gunnar I. Birgisson segir að Samfylkingunni hugnist lítt að fá ný atvinnutækifæri í bæinn. Gríðarleg uppbygging er fyrirhuguð í vesturbæ Kópavogs. Oddviti Samfylkingarinnar í bænum gagnrýndi í gær að verið væri að lauma inn bakdyramegin allt að tvöföldun íbúafjölda reit fyrir reit án þess að kynna heildarsýn fyrir bæjarbúum. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri segir þetta rangt. Framtíðarhugmyndir um skipulag á Kársnesi til næstu 15-20 ára verði kynnt nú í byrjun desember og bendir á að Vesturbæingum í Kópavogi hafi fækkað um 4-500 manns á síðustu fjórtán árum. "Íbúafjöldinn mun ekki tvöfaldast, það er líka rangt hjá Samfylkingunni. Miðað við það sem búið er að auglýsa hér gæti kannski fjölgað um 1500-2000 manns." Samfylkingin hefur einnig gagnrýnt að skipahöfn komi yst á nesið með iðnaðarhverfi á landfyllingu. "Byko,stærsta fyrirtækið í bænum, hefur sótt um aðstöðu þarna fyrir sína starfsemi og Samfylkingin er greinilega ekki að bjóða þetta fyrirtæki velkomið með sinn innflutning í Kópavoginn." Gunnar segir gámaflutninga um íbúahverfið minnki þótt höfnin stækki. En fleira fólk kallar á fleiri bíla og því er verið að íhuga ýmsa kosti til að liðka fyrir umferð. Hugsanlegt er að setja Kársnesbrautina í stokk. "Þetta er dýr lausn en með öllu þessu fólki koma náttúrlega tekjur og fólki fylgir umferð. Samfylkingin hefur verið að tala um að þarna eigi að koma smábátahöfn og hótel og aðstaða fyrir listamenn en þeim hugnast lítt að fá ný atvinnutækifæri í bæinn. Þau eru frekar á móti því." Fréttir Innlent Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Sjá meira
Kársnesbrautin í Kópavogi verður hugsanlega sett í stokk til að liðka fyrir aukinni umferð samfara mikilli fólksfjölgun í vesturbæ Kópavogs. Gunnar I. Birgisson segir að Samfylkingunni hugnist lítt að fá ný atvinnutækifæri í bæinn. Gríðarleg uppbygging er fyrirhuguð í vesturbæ Kópavogs. Oddviti Samfylkingarinnar í bænum gagnrýndi í gær að verið væri að lauma inn bakdyramegin allt að tvöföldun íbúafjölda reit fyrir reit án þess að kynna heildarsýn fyrir bæjarbúum. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri segir þetta rangt. Framtíðarhugmyndir um skipulag á Kársnesi til næstu 15-20 ára verði kynnt nú í byrjun desember og bendir á að Vesturbæingum í Kópavogi hafi fækkað um 4-500 manns á síðustu fjórtán árum. "Íbúafjöldinn mun ekki tvöfaldast, það er líka rangt hjá Samfylkingunni. Miðað við það sem búið er að auglýsa hér gæti kannski fjölgað um 1500-2000 manns." Samfylkingin hefur einnig gagnrýnt að skipahöfn komi yst á nesið með iðnaðarhverfi á landfyllingu. "Byko,stærsta fyrirtækið í bænum, hefur sótt um aðstöðu þarna fyrir sína starfsemi og Samfylkingin er greinilega ekki að bjóða þetta fyrirtæki velkomið með sinn innflutning í Kópavoginn." Gunnar segir gámaflutninga um íbúahverfið minnki þótt höfnin stækki. En fleira fólk kallar á fleiri bíla og því er verið að íhuga ýmsa kosti til að liðka fyrir umferð. Hugsanlegt er að setja Kársnesbrautina í stokk. "Þetta er dýr lausn en með öllu þessu fólki koma náttúrlega tekjur og fólki fylgir umferð. Samfylkingin hefur verið að tala um að þarna eigi að koma smábátahöfn og hótel og aðstaða fyrir listamenn en þeim hugnast lítt að fá ný atvinnutækifæri í bæinn. Þau eru frekar á móti því."
Fréttir Innlent Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Sjá meira