Erlent

Ódæða hefnt

Minnst 30 týndu lífi og hátt í 50 til viðbótar særðust þegar vígamenn hófu skothríð í hverfi súnnía í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Að sögn vitna lögðu árásarmennirnir síðan elda að fjórum moskum í hverfinu. Árásin er sögð hefnd fyrir sprengjuárás í Sadr-hverfi sjía í höfuðborginn í gær sem kostaði rúmlega 200 manns lífið.

Fórnarlömb ódæða gærdagsins voru borin til grafar í dag. Útgöngubann er í gildi í höfuðborginni og flugvellinum þar hefur verið lokað. Telja sérfróðir að landið rambi á barmi borgarastyrjaldar og óttast að súnníar svari fyrir árásina í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×