Erlent

Valdarán á bandarísku dagblaði

Starfsmenn dagblaðsins bíða frétta fyrir utan húsið.
Starfsmenn dagblaðsins bíða frétta fyrir utan húsið. MYND/AP

Maður íklæddur felubúning og vopnaður hríðskotabyssu réðist til inngöngu í húsakynni bandaríska dagblaðsins Miami Herald í dag. Neyddi hann starfsfólk til þess að yfirgefa húsakynnin og gaf til kynna að hann hefði þar með tekið dagblaðið yfir. Ástæðuna sagði hann vera lág laun og að dagblaðið væri illa rekið.

Talið er að maðurinn sé fyrrverandi starfsmaður á spænsku útgáfu blaðsins en hann segist ætla að klekkja á ritstjóra þess. Hann kynnti sig sem hinn nýja ritstjóra blaðsins, sem hann kallaði svínastíu, og sagði að blaðið hefði einfaldlega gert of mikið grín að hinu kúbverska samfélaginu í Miami. Mælirinn væri nú fullur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×