Erlent

Eiturlyfjagengi í ímyndarvanda

Mexíkóborg er gjarnan talin ein hættulegasta borg í heimi. Nú þarf fólk líka að passa sig á sjálfskipuðum verndurum réttlætis.
Mexíkóborg er gjarnan talin ein hættulegasta borg í heimi. Nú þarf fólk líka að passa sig á sjálfskipuðum verndurum réttlætis. MYND/Vísir

Mexíkóskt eiturlyfjagengi tók upp þá nýjung að auglýsa sjálft sig í dagblöðum til þess að segja fólki að það væri í rauninni ekkert slæmt. Í auglýsingunum, sem voru birtar í nokkrum dagblöðum, var tekið fram að gengið, sem er þekkt sem "Fjölskyldan", væri ekki glæpagengi heldur sjálfskipaðir verndarar reglu og réttlætis.

Tóku þeir fram að þeir vildu losa fylkið sitt, Michoacan fylki, við þann óþjóðlýð sem þar stundaði eiturlyfjasölu, mannrán og gripdeildir. Í september síðastliðnum réðist gengið inn á vinsælan skemmtistað og henti fimm hausum á dansgólfið. Þar skildu þeir einnig eftir miða sem á stóð: "Fjölskyldan drepur ekki peninganna vegna. Hún drepur ekki konur eða saklaust fólk. Þeir sem deyja eru þeir sem verða að deyja. Allir ættu að vita að þetta er guðdómlegt réttlæti".

Breska dagblaðið Metro segir frá þessu á fréttavef sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×