Erlent

Bush leitar bandamanna víða

George W. Bush, Bandaríkjaforseti.
George W. Bush, Bandaríkjaforseti. MYND/AP

Stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta er farin að leita leiða til þess að koma á stöðugleika í Írak en landið er á barmi borgarastyrjaldar. Ætla þeir sér að vinna að því takmarki með hófsömum múslimaríkjum á svæðinu og á sama tíma ætla þeir að leita leiða til þess að binda enda á deilur Ísraela og Palestínumanna.

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, fór í dag til Sádi Arabíu til viðræðna við þarlenda ráðamenn. George W. Bush mun síðan hitta forsætisráðherra Íraks í næstu viku. Evrópa hefur undanfarið beitt Bush þrýstingi til þess að beita sér fyrir lausn mála í Mið-Austurlöndum en hann hefur hingað til ekki beitt sér jafn mikið og forverar hans gerðu.

Aðalsamningamenn Bandaríkjanna hafa undafarið verið á fullu að reyna að leysa málefni Ísraels og Palestínu en að leysa þá deilu er talið að sé lykilinn að stöðugleika í Mið-Austurlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×