Erlent

Boðið upp á hraðþjónustu á flugvöllum

Farþegar á La Guardia flugvellinum í New York reyna að hraða leið sinni gegnum flugvöllinn.
Farþegar á La Guardia flugvellinum í New York reyna að hraða leið sinni gegnum flugvöllinn. MYND/AP

Einkafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa nú séð sér hag í því að setja upp þjónustu sem að flýtir ferð fólks í gegnum flugvelli þar í landi. Vegna ótta við hryðjuverk eru mörg öryggishlið sem fólk þarf að fara í gegnum og hefur það valdið miklum pirringi meðal fólks sem ferðast mikið.

Virkar fyrirbærið á þann hátt að fólk skráir sig í sérstakan klúbb, lætur af hendi persónupplýsingar af margvíslegum toga ásamt fingraförum eða lífssýni og fyrir þetta mun fólk þurfa að borga um 100 dollara, eða um sjö þúsund íslenskar krónur, á hverju ári. Munu bandarísk yfirvöld einnig gera öryggisúttekt á hverjum þeim sem skráir sig í slíkan klúbb.

Sem stendur er þetta ekki á öllum flugvöllum í Bandaríkjunum og hér um bil eingöngu í innanlandsflugi þar í landi. Áætlanir eru þó uppi um að hefja samstarf við British Airways á flugvellinum í New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×