Þöglar mótmælastöður voru við héraðsdóma víða um landið í dag en mótmælendur kröfðust þyngri dóma í kynferðisbrotamálum. Fólkið kom saman klukkan fjögur í dag á Akureyri, Ísafirði, Selfossi, Egilsstöðum og í Reykjavík. Hópurinn telur að dómstólar hafi ekki nýtt sér refsirammann, í lögum er lúta að kynferðisbrotum, nema að litlu leyti.

