Velta félagshagkerfisins yfir 500 milljarðar á Íslandi 27. nóvember 2006 10:14 MYND/Vilhelm Velta félagshagkerfisins á Íslandi, sem nær til þess hluta hagkerfisins sem ekki er rekinn í hagnaðarskyni og til frjálsra félagasamtaka, nemur rúmum 500 milljörðum króna, eða tæplega helmingi af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í ritinu Félagshagkerfið á Íslandi eftir dr. Ívar Jónsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. Fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að í ritinu sé gerð tilraun til að meta umfang félagshagkerfisins með tilliti til fjölda félaga og veltu þeirra. Skráð félög í félagshagkerfinu eru um 19 þúsund og eru húsfélög þeirra algengust, eða átta þúsund með um fimm miljarða króna veltu. Þá leiðir bókin í ljós að 137 leikfélög séu í landinu, um 200 kórar og 117 tónlistarfélög. Þá eru um 250 kvenfélög í landinu og yfir 300 foreldrafélög og samstarfsfélög foreldra og kennara. Enn fremur kemur fram í ritinu að Íslendingar leggja ekki á sig mikla sjálfboðavinnu miðað við íbúa annarra landa en þeir eru yfir meðallagi í samanburði við önnur lönd þegar um er að ræða góðgerðar- og líknarsamtök, verkalýðsfélög, stjórnmálasamtök og íþrótta- og tómstundastarfssemi. „Félagshagkerfið hefur öldum saman verið til staðar í kapítalískum hagkerfum Vesturlanda. Umfang slíkrar starfsemi hefur þó verið sveiflukennd. Á tímabilinu eftir seinni heimstyrjöldina dró úr umfangi hennar á sama tíma og ríkisreknum velferðarkerfum óx fiskur um hrygg. Með útbreiðslu ný-frjálshyggju á áttunda og níunda áratug síðustu aldar dró úr vexti velferðarkerfisins á Vesturlöndum og kröfur um niðurskurð á útgjöldum ríkisins á þessu sviði urðu áberandi. Við þessar kringumstæður hefur hagnaðarlaus atvinnustarfsemi aukist að umfangi að nýju og stjórnvöld hafa í vaxandi mæli lagt áherslu á vöxt þessa geira," segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Velta félagshagkerfisins á Íslandi, sem nær til þess hluta hagkerfisins sem ekki er rekinn í hagnaðarskyni og til frjálsra félagasamtaka, nemur rúmum 500 milljörðum króna, eða tæplega helmingi af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í ritinu Félagshagkerfið á Íslandi eftir dr. Ívar Jónsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. Fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að í ritinu sé gerð tilraun til að meta umfang félagshagkerfisins með tilliti til fjölda félaga og veltu þeirra. Skráð félög í félagshagkerfinu eru um 19 þúsund og eru húsfélög þeirra algengust, eða átta þúsund með um fimm miljarða króna veltu. Þá leiðir bókin í ljós að 137 leikfélög séu í landinu, um 200 kórar og 117 tónlistarfélög. Þá eru um 250 kvenfélög í landinu og yfir 300 foreldrafélög og samstarfsfélög foreldra og kennara. Enn fremur kemur fram í ritinu að Íslendingar leggja ekki á sig mikla sjálfboðavinnu miðað við íbúa annarra landa en þeir eru yfir meðallagi í samanburði við önnur lönd þegar um er að ræða góðgerðar- og líknarsamtök, verkalýðsfélög, stjórnmálasamtök og íþrótta- og tómstundastarfssemi. „Félagshagkerfið hefur öldum saman verið til staðar í kapítalískum hagkerfum Vesturlanda. Umfang slíkrar starfsemi hefur þó verið sveiflukennd. Á tímabilinu eftir seinni heimstyrjöldina dró úr umfangi hennar á sama tíma og ríkisreknum velferðarkerfum óx fiskur um hrygg. Með útbreiðslu ný-frjálshyggju á áttunda og níunda áratug síðustu aldar dró úr vexti velferðarkerfisins á Vesturlöndum og kröfur um niðurskurð á útgjöldum ríkisins á þessu sviði urðu áberandi. Við þessar kringumstæður hefur hagnaðarlaus atvinnustarfsemi aukist að umfangi að nýju og stjórnvöld hafa í vaxandi mæli lagt áherslu á vöxt þessa geira," segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira