Erlent

Heiftarlegar deilur um samkynhneigða í Færeyjum

Frá Færeyjum
Frá Færeyjum

Þingmaður á lögþingi Færeyja lagði samkynhneigða að jöfnu við barnaníðinga, brennuvarga og stelsjúka, í viðtali við danskt blað, á dögunum.

Dönum brá við þessi orð, en Færeyingar virðast skiptast í tvo nokkuð jafna hópa í afstöðu til samkynhneigðra, og deilur milli þessara hópa fara mjög harðnandi. Í Færeyjum er það ekki lögbrot að hæða og áreita samkynhneigða. Frumvarp þar um var fellt með miklum meirihluta fyrir tveim árum.

Frumvarpið verður væntanlega aftur tekið fyrir á lögþinginu í desember og er óvíst um örlög þess. Tólf þingmenn hafa sagst munu greiða atvkæði gegn því, fjórtán ætla að styðja það og sex hafa enn ekki tekið afstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×