Ólgan vex vegna morðsins 27. nóvember 2006 13:00 Al Sharpton. MYND/AP Mikil reiði ríkir á meðal þeldökkra Bandaríkjamanna eftir að óvopnaður blökkumaður var skotinn til bana fyrir utan næturklúbb í New York um helgina, nokkrum klukkustundum fyrir brúðkaup sitt. Ættingjar og vinir hins 23 ára gamla Sean Bells, sem skotinn var til bana aðfararnótt laugardagsins fyrir utan næturklúbb í New York, tóku sér mótmælastöðu í gær fyrir utan sjúkrahúsið í Queens þangað sem farið var með Bells og félaga hans. Á meðal þeirra sem létu í sér heyra var blökkumannaleiðtoginn Al Sharpton, sem krafðist þess að réttlætinu yrði að fullnægja, annars yrði enginn friður. "Við verðum að muna að við vorum öll farþegar í bílnum," sagði Sharpton og gaf þannig í skyn að lögreglumennirnir sem skutu á bifreið Bells og félaga hefðu látið stjórnast af kynþáttahatri. Árásin hefur vakið sérstaka athygli þar sem enginn mannanna var vopnaður heldur voru þeir að skemmta sér í tilefni þess að Bells átti að ganga í það heilaga síðar um daginn. Lögregla hafði skemmtistaðinn undir eftirliti og þegar félagarnir óku í ógáti utan í ómerktan lögreglubíl var skotum látið rigna yfir þá. Tveir félagar Bells særðust alvarlega og voru því færðir í járnum á sjúkrahús. Háværar kröfur eru um að lögreglustjórinn verði látinn víkja en hann ætlar að ræða málið við leiðtoga blökkumanna í borginni í dag. Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Mikil reiði ríkir á meðal þeldökkra Bandaríkjamanna eftir að óvopnaður blökkumaður var skotinn til bana fyrir utan næturklúbb í New York um helgina, nokkrum klukkustundum fyrir brúðkaup sitt. Ættingjar og vinir hins 23 ára gamla Sean Bells, sem skotinn var til bana aðfararnótt laugardagsins fyrir utan næturklúbb í New York, tóku sér mótmælastöðu í gær fyrir utan sjúkrahúsið í Queens þangað sem farið var með Bells og félaga hans. Á meðal þeirra sem létu í sér heyra var blökkumannaleiðtoginn Al Sharpton, sem krafðist þess að réttlætinu yrði að fullnægja, annars yrði enginn friður. "Við verðum að muna að við vorum öll farþegar í bílnum," sagði Sharpton og gaf þannig í skyn að lögreglumennirnir sem skutu á bifreið Bells og félaga hefðu látið stjórnast af kynþáttahatri. Árásin hefur vakið sérstaka athygli þar sem enginn mannanna var vopnaður heldur voru þeir að skemmta sér í tilefni þess að Bells átti að ganga í það heilaga síðar um daginn. Lögregla hafði skemmtistaðinn undir eftirliti og þegar félagarnir óku í ógáti utan í ómerktan lögreglubíl var skotum látið rigna yfir þá. Tveir félagar Bells særðust alvarlega og voru því færðir í járnum á sjúkrahús. Háværar kröfur eru um að lögreglustjórinn verði látinn víkja en hann ætlar að ræða málið við leiðtoga blökkumanna í borginni í dag.
Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira