Fjörtíu prósent starfsmanna af erlendu bergi brotin 27. nóvember 2006 12:45 Áttatíu prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu í Reykjavík eru af erlendu bergi brotnir. MYND/Gunnar Fjörtíu prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Hæst er hlutfallið í Reykjavík þar sem áttatíu prósent starfsmanna fæddust annars staðar en á Íslandi. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, gerði erlent vinnuafl í fiskvinnslu að umtalsefni í ræðu sinni á þingi Sjómannasambands Íslands í síðustu viku. Hann sagði sjávarútveg njóta góðs af starfskröftum útlendinga. Stórauka þyrfti hins vegar íslenskukennslu fyrir þennan hóp og er hann sannfærður um að starfstengd íslenskukennsla fyrir erlent fiskvinnslufólk verði til bóta fyrir fiskvinnslu í landinu og byggðarlögin í heild sinni. Erlendu starfsfólki sem starfar í fiskvinnslu hér á landi hefur fjölgað á síðustu árum. Í úttekt sem fréttastofan gerði hjá tuttugu og þremur stærstu fiskvinnslufyrirtækjum landsins kemur í ljós að fjörtíu og eitt prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu í landi eru af erlendu bergi brotnir. Hluti þeirra hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt eftir að hafa verið búsettur hér um árabil. Þvert á það sem margir telja þá er hlutfallið ekki hæst úti á landi heldur í höfuðborginni sjálfri þar sem það er 80%. Hjá Toppfiski í Reykjavík eru 90% starfsmanna í fiskvinnslu af erlendu bergi brotnir og í vinnslu HB-Granda í Reykjavík er hlutfallið 74%. Næst hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem það er tæplega 60% Lægst er það á Suðurlandi en þar er það 18% og sú fiskvinnsla sem hefur lægst hlutfall erlendra starfsmanna er fiskvinnsla HB Granda á Vopnafirði en þar er hlutfallið 2%. Stjórnendur fyrirtækjanna segjast finna mikinn mun á síðustu árum. Hjá fiskvinnslu einni á Norðurlandi voru erlendir starfsmenn tveir fyrir tveimur árum en eru nú 45. Breyting hefur ekki aðeins verið í fiskvinnslu í landi. Hjá útgerðarfyrirtækjum fengust þær upplýsingar að erlendu starfsfólki á skipunum hafi einnig fjölgað og hefur aukningin á sumum stöðum verið allt að 50%. Fréttir Innlent Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Fleiri fréttir Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Sjá meira
Fjörtíu prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Hæst er hlutfallið í Reykjavík þar sem áttatíu prósent starfsmanna fæddust annars staðar en á Íslandi. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, gerði erlent vinnuafl í fiskvinnslu að umtalsefni í ræðu sinni á þingi Sjómannasambands Íslands í síðustu viku. Hann sagði sjávarútveg njóta góðs af starfskröftum útlendinga. Stórauka þyrfti hins vegar íslenskukennslu fyrir þennan hóp og er hann sannfærður um að starfstengd íslenskukennsla fyrir erlent fiskvinnslufólk verði til bóta fyrir fiskvinnslu í landinu og byggðarlögin í heild sinni. Erlendu starfsfólki sem starfar í fiskvinnslu hér á landi hefur fjölgað á síðustu árum. Í úttekt sem fréttastofan gerði hjá tuttugu og þremur stærstu fiskvinnslufyrirtækjum landsins kemur í ljós að fjörtíu og eitt prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu í landi eru af erlendu bergi brotnir. Hluti þeirra hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt eftir að hafa verið búsettur hér um árabil. Þvert á það sem margir telja þá er hlutfallið ekki hæst úti á landi heldur í höfuðborginni sjálfri þar sem það er 80%. Hjá Toppfiski í Reykjavík eru 90% starfsmanna í fiskvinnslu af erlendu bergi brotnir og í vinnslu HB-Granda í Reykjavík er hlutfallið 74%. Næst hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem það er tæplega 60% Lægst er það á Suðurlandi en þar er það 18% og sú fiskvinnsla sem hefur lægst hlutfall erlendra starfsmanna er fiskvinnsla HB Granda á Vopnafirði en þar er hlutfallið 2%. Stjórnendur fyrirtækjanna segjast finna mikinn mun á síðustu árum. Hjá fiskvinnslu einni á Norðurlandi voru erlendir starfsmenn tveir fyrir tveimur árum en eru nú 45. Breyting hefur ekki aðeins verið í fiskvinnslu í landi. Hjá útgerðarfyrirtækjum fengust þær upplýsingar að erlendu starfsfólki á skipunum hafi einnig fjölgað og hefur aukningin á sumum stöðum verið allt að 50%.
Fréttir Innlent Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Fleiri fréttir Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Sjá meira