Kristján segir það mistök að hafa stutt innrásina í Írak 27. nóvember 2006 14:11 MYND/KK Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi um helgina, segir að það hafi verið mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak árið 2003 og telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi líkt og Framsóknarflokkurinn að fara yfir ákvörðunartöku í aðdraganda málsins. Þá segist hann telja eðlilegt að sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi fái ráðherrasæti fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í ríkisstjórn að loknum þingkosningum í vor.Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2. Eins og fram hefur komið í fréttum fór Kristján Þór með sigur af hólmi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi um helgina og kemur því til með að stíga upp úr bæjarstjórastóli á Akureyri fyrir vorið. Kristján sagði að hann og félagar hans myndu ræða málið í dag og á morgun og hann ætti von á því að ákvörðun um næsta bæjarstjóra lægi fyrir fyrir helgi.Aðspurður um það hvort hann teldi ekki eðlilegt í ljósi þess að hann væri að koma úr bæjarstjórarstarfi í stærsta sveitarfélagi landsins utan suðvesturhornsins og hefði fengið góða kosningum um helgina, að því fygldi ráðherrasæti sagði Kristján Þór að honum fyndist það eðlilegt. „Ég get alveg svarað því játandi en ég hef lagt á það ríka áherslu þegar þessi spurning er uppi að við erum að pjakka í pólitík til þess að komast til áhrifa. En engu að síður er staðan þannig að til þess að geta svarað svona spurningu af einhverju skynsamlegu viti þá verða menn nú fyrst að ganga í gegnum kosningar og í öðru lagi að ná þeim árangri í þeim að geta tekið þátt í myndun ríkissstjórnar," sagði Kristján.Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, um helgina að hann teldi stuðning íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið mistök og hvatti til naflaskoðunar tengdri ákvörðuninni. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn ættu að fara í sams konar naflaskoðun svaraði Kristján játandi.„Ég hef sagt það sjálfur að mér hafi þótt sú ákvörðun vera mistök og ég fullyrði það að það er ekkert bara í öðrum flokkum, þetta gengur yfir Sjálfstæðisflokkinn líka þar sem menn eru að fara yfir þessa hugsun að nýju. Að sjálfsögðu eigum við að gera það og öll mannanna verk eru einfaldlega þannig unnin að það er sjálfsagt mál að fara yfir þau alltaf öðru hvoru." sagði Kristján Þór í viðtali á Stöð 2. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi um helgina, segir að það hafi verið mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak árið 2003 og telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi líkt og Framsóknarflokkurinn að fara yfir ákvörðunartöku í aðdraganda málsins. Þá segist hann telja eðlilegt að sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi fái ráðherrasæti fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í ríkisstjórn að loknum þingkosningum í vor.Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2. Eins og fram hefur komið í fréttum fór Kristján Þór með sigur af hólmi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi um helgina og kemur því til með að stíga upp úr bæjarstjórastóli á Akureyri fyrir vorið. Kristján sagði að hann og félagar hans myndu ræða málið í dag og á morgun og hann ætti von á því að ákvörðun um næsta bæjarstjóra lægi fyrir fyrir helgi.Aðspurður um það hvort hann teldi ekki eðlilegt í ljósi þess að hann væri að koma úr bæjarstjórarstarfi í stærsta sveitarfélagi landsins utan suðvesturhornsins og hefði fengið góða kosningum um helgina, að því fygldi ráðherrasæti sagði Kristján Þór að honum fyndist það eðlilegt. „Ég get alveg svarað því játandi en ég hef lagt á það ríka áherslu þegar þessi spurning er uppi að við erum að pjakka í pólitík til þess að komast til áhrifa. En engu að síður er staðan þannig að til þess að geta svarað svona spurningu af einhverju skynsamlegu viti þá verða menn nú fyrst að ganga í gegnum kosningar og í öðru lagi að ná þeim árangri í þeim að geta tekið þátt í myndun ríkissstjórnar," sagði Kristján.Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, um helgina að hann teldi stuðning íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið mistök og hvatti til naflaskoðunar tengdri ákvörðuninni. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn ættu að fara í sams konar naflaskoðun svaraði Kristján játandi.„Ég hef sagt það sjálfur að mér hafi þótt sú ákvörðun vera mistök og ég fullyrði það að það er ekkert bara í öðrum flokkum, þetta gengur yfir Sjálfstæðisflokkinn líka þar sem menn eru að fara yfir þessa hugsun að nýju. Að sjálfsögðu eigum við að gera það og öll mannanna verk eru einfaldlega þannig unnin að það er sjálfsagt mál að fara yfir þau alltaf öðru hvoru." sagði Kristján Þór í viðtali á Stöð 2.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira