Sakfellingar vegna fíkniefnabrota ellefufaldast á tólf árum 28. nóvember 2006 10:52 Sakfellingum vegna fíkniefnabrota fjölgaði ríflega ellefufalt á árunum 1993 til 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um sakfellingar í opinberum málum við héraðsdómstóla landsins. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar tölur eru birtar opinberlega.Brotin ná yfir þann tíma sem héraðsdómstólar landsins hafa starfað í núverandi mynd en samkvæmt lögum sem samþykkt voru 1. júlí 1992 var skilið á milli dómsvalds og umboðsvalds í héraði og átta héraðsdómstólum komið á fót.Fram kemur í tölum Hagstofunnar að langalgengustu brotin sem sakfellt er fyrir séu umferðarlagabrot og á það við um allt tímabilið. Sakfellingum vegna umferðarlagabrota fjölgaði úr 770 árið 1993 í 1.176 árið 2005 eða um 52 prósent. Sakfellingum vegna auðgunarbrota, sem eru meðal annars rán, fjárdráttur, fjársvik og þjófnaðir, fjölgaði úr 367 í 479 eða um þrjátíu prósent á tímabilinu, en ef aðeins er litið til þjófnaða fjölgaði þeim um nærri helming á árunum 1993-2005.Svipaða sögu er að segja af brotaflokknum manndráp og og líkamsmeiðingar en þar hefur sakfellingum fjölgað um 30 prósent og má rekja fjölgunina í brotaflokknum fyrst og fremst til fleiri sakfellinga vegna minni háttar líkamsmeiðinga. Sakfellingum vegna brota sem varða fjárréttindi, en þar undir heyra eignaspjöll og nytjastuldur eins og bílþjófnaður, fækkar hins vegar á tímabilinu um tæp tíu prósent.Mest fjölgun sakfellinga hefur hins vegar orðið í fíkniefnabrotum en þar hefur sakfellingum fjölgað úr 53 í 603 eða um rúmlega ellefufalt. Skiptir þá engu til hvað héraðsdómstóls er horft, alls staðar hefur orðið mikil fjölgun sakfellinga vegna fíkniefnamála.Bent er á í skýrslu Hagstofunnar að taka verði mið af þróun íbúafjölda í landinu á árunum 1993-2005 en á þeim tíma fjölgaði landsmönnum um þrettán prósent, úr tæplega 265 þúsund í 299 þúsund. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Sakfellingum vegna fíkniefnabrota fjölgaði ríflega ellefufalt á árunum 1993 til 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um sakfellingar í opinberum málum við héraðsdómstóla landsins. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar tölur eru birtar opinberlega.Brotin ná yfir þann tíma sem héraðsdómstólar landsins hafa starfað í núverandi mynd en samkvæmt lögum sem samþykkt voru 1. júlí 1992 var skilið á milli dómsvalds og umboðsvalds í héraði og átta héraðsdómstólum komið á fót.Fram kemur í tölum Hagstofunnar að langalgengustu brotin sem sakfellt er fyrir séu umferðarlagabrot og á það við um allt tímabilið. Sakfellingum vegna umferðarlagabrota fjölgaði úr 770 árið 1993 í 1.176 árið 2005 eða um 52 prósent. Sakfellingum vegna auðgunarbrota, sem eru meðal annars rán, fjárdráttur, fjársvik og þjófnaðir, fjölgaði úr 367 í 479 eða um þrjátíu prósent á tímabilinu, en ef aðeins er litið til þjófnaða fjölgaði þeim um nærri helming á árunum 1993-2005.Svipaða sögu er að segja af brotaflokknum manndráp og og líkamsmeiðingar en þar hefur sakfellingum fjölgað um 30 prósent og má rekja fjölgunina í brotaflokknum fyrst og fremst til fleiri sakfellinga vegna minni háttar líkamsmeiðinga. Sakfellingum vegna brota sem varða fjárréttindi, en þar undir heyra eignaspjöll og nytjastuldur eins og bílþjófnaður, fækkar hins vegar á tímabilinu um tæp tíu prósent.Mest fjölgun sakfellinga hefur hins vegar orðið í fíkniefnabrotum en þar hefur sakfellingum fjölgað úr 53 í 603 eða um rúmlega ellefufalt. Skiptir þá engu til hvað héraðsdómstóls er horft, alls staðar hefur orðið mikil fjölgun sakfellinga vegna fíkniefnamála.Bent er á í skýrslu Hagstofunnar að taka verði mið af þróun íbúafjölda í landinu á árunum 1993-2005 en á þeim tíma fjölgaði landsmönnum um þrettán prósent, úr tæplega 265 þúsund í 299 þúsund.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira