Sakfellingar vegna fíkniefnabrota ellefufaldast á tólf árum 28. nóvember 2006 10:52 Sakfellingum vegna fíkniefnabrota fjölgaði ríflega ellefufalt á árunum 1993 til 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um sakfellingar í opinberum málum við héraðsdómstóla landsins. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar tölur eru birtar opinberlega.Brotin ná yfir þann tíma sem héraðsdómstólar landsins hafa starfað í núverandi mynd en samkvæmt lögum sem samþykkt voru 1. júlí 1992 var skilið á milli dómsvalds og umboðsvalds í héraði og átta héraðsdómstólum komið á fót.Fram kemur í tölum Hagstofunnar að langalgengustu brotin sem sakfellt er fyrir séu umferðarlagabrot og á það við um allt tímabilið. Sakfellingum vegna umferðarlagabrota fjölgaði úr 770 árið 1993 í 1.176 árið 2005 eða um 52 prósent. Sakfellingum vegna auðgunarbrota, sem eru meðal annars rán, fjárdráttur, fjársvik og þjófnaðir, fjölgaði úr 367 í 479 eða um þrjátíu prósent á tímabilinu, en ef aðeins er litið til þjófnaða fjölgaði þeim um nærri helming á árunum 1993-2005.Svipaða sögu er að segja af brotaflokknum manndráp og og líkamsmeiðingar en þar hefur sakfellingum fjölgað um 30 prósent og má rekja fjölgunina í brotaflokknum fyrst og fremst til fleiri sakfellinga vegna minni háttar líkamsmeiðinga. Sakfellingum vegna brota sem varða fjárréttindi, en þar undir heyra eignaspjöll og nytjastuldur eins og bílþjófnaður, fækkar hins vegar á tímabilinu um tæp tíu prósent.Mest fjölgun sakfellinga hefur hins vegar orðið í fíkniefnabrotum en þar hefur sakfellingum fjölgað úr 53 í 603 eða um rúmlega ellefufalt. Skiptir þá engu til hvað héraðsdómstóls er horft, alls staðar hefur orðið mikil fjölgun sakfellinga vegna fíkniefnamála.Bent er á í skýrslu Hagstofunnar að taka verði mið af þróun íbúafjölda í landinu á árunum 1993-2005 en á þeim tíma fjölgaði landsmönnum um þrettán prósent, úr tæplega 265 þúsund í 299 þúsund. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Sakfellingum vegna fíkniefnabrota fjölgaði ríflega ellefufalt á árunum 1993 til 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um sakfellingar í opinberum málum við héraðsdómstóla landsins. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar tölur eru birtar opinberlega.Brotin ná yfir þann tíma sem héraðsdómstólar landsins hafa starfað í núverandi mynd en samkvæmt lögum sem samþykkt voru 1. júlí 1992 var skilið á milli dómsvalds og umboðsvalds í héraði og átta héraðsdómstólum komið á fót.Fram kemur í tölum Hagstofunnar að langalgengustu brotin sem sakfellt er fyrir séu umferðarlagabrot og á það við um allt tímabilið. Sakfellingum vegna umferðarlagabrota fjölgaði úr 770 árið 1993 í 1.176 árið 2005 eða um 52 prósent. Sakfellingum vegna auðgunarbrota, sem eru meðal annars rán, fjárdráttur, fjársvik og þjófnaðir, fjölgaði úr 367 í 479 eða um þrjátíu prósent á tímabilinu, en ef aðeins er litið til þjófnaða fjölgaði þeim um nærri helming á árunum 1993-2005.Svipaða sögu er að segja af brotaflokknum manndráp og og líkamsmeiðingar en þar hefur sakfellingum fjölgað um 30 prósent og má rekja fjölgunina í brotaflokknum fyrst og fremst til fleiri sakfellinga vegna minni háttar líkamsmeiðinga. Sakfellingum vegna brota sem varða fjárréttindi, en þar undir heyra eignaspjöll og nytjastuldur eins og bílþjófnaður, fækkar hins vegar á tímabilinu um tæp tíu prósent.Mest fjölgun sakfellinga hefur hins vegar orðið í fíkniefnabrotum en þar hefur sakfellingum fjölgað úr 53 í 603 eða um rúmlega ellefufalt. Skiptir þá engu til hvað héraðsdómstóls er horft, alls staðar hefur orðið mikil fjölgun sakfellinga vegna fíkniefnamála.Bent er á í skýrslu Hagstofunnar að taka verði mið af þróun íbúafjölda í landinu á árunum 1993-2005 en á þeim tíma fjölgaði landsmönnum um þrettán prósent, úr tæplega 265 þúsund í 299 þúsund.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira