Erlent

Í gæsluvarðhaldi vegna morðs á njósnara

Mario Scaramella
Mario Scaramella MYND/AP

Ítalinn Mario Scaramella, sem hitti rússneska njósnarann Alexander Litvinenko, daginn sem hann veiktist af geislaeitrun, er kominn til Lundúna og er undir vernd bresku lögreglunnar. Hann mun undirgangast rannsóknir til þess að kanna hvort hann hafi einnig orðið fyrir eitrun.

Scaramella er ítalskur dómari sem hefur aðstoðað stjórnvöld í heimalandi sínu við rannsókn á njósnum Sovétríkjanna á Ítalíu, í kalda stríðinu. Hann átti fund með Litvinenko á Sushi-veitingahúsi í Lundúnum, til þess að fara með honum yfir rafpóst sem hann hafði fengið frá Rússlandi.

Þar var meðal annars sagt að þeir væru á dauðalista glæpasamtaka í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×