Íslendingar meti varnarþörf sína 28. nóvember 2006 12:08 Lettneskir hermenn á götu í Ríga í morgun, en mikill viðbúnaður er´í borginni vegna leiðtogafundarins. MYND/AP Varnarmálaráðherra Noregs segir eigið mat Íslendinga á varnarþörf þeirra og sanngjarna skiptingu kostnaðar forsendu varnarsamstarfs ríkjanna. Óformlegar viðræður um varnir Íslands fara að öllum líkindum fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í dag í Lettlandi. Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst á hádegi í Ríga, höfuðborg Lettlands, en hann sitja pólitískir leiðtogar aðildarríkjanna 26. Verkefni NATO í Afganistan verða án efa efst á baugi en 32.000 hermenn á vegum bandalagsins standa þar í ströngu. Á sérstöku málþingi í morgun kvaðst Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri sambandsins, fullviss um að NATO myndi ná markmiðum sínum í Afganistan og sagði að aðildarríkin mættu ekki missa móðinn. Á fundinum munu þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ræða á óformlegum nótum við starfsystkin sín í nágrannalöndunum um varnarsamstarf. Lofthelgiseftirlit á borð við það sem NATO hefur séð um fyrir Eystralandslöndin er talið sérlega þýðingarmikið. Hefur einkum verið horft til Norðmanna í því sambandi enda stendur til að halda formlegar viðræður á milli Íslands og Noregs um samstarf í öryggismálum í næsta mánuði. Anne-Grete Ström-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að forsenda þess að slíkt samstarf geti komist á sé að fyrir liggi trúverðugt mat á vörnum Íslands og íslensk stjórnvöld verði að hafa frumkvæði að þeirri vinnu. Þegar niðurstaðan liggi fyrir hvernig Norðmenn og önnur aðildarríki NATO geti aðstoðað Íslendinga í öryggismálum þurfi að ræða um skiptingu kostnaðar á fyrirkomulaginu þar sem sjóðir norska hersins eru takmarkaðir. Íslensk stjórnvöld eru raunar þegar farin að bregðast við þessu kalli því um helgina auglýsti dóms- og kirkjumálaráðuneytið stöðu sérfræðings í öryggis- og varnarmálum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Varnarmálaráðherra Noregs segir eigið mat Íslendinga á varnarþörf þeirra og sanngjarna skiptingu kostnaðar forsendu varnarsamstarfs ríkjanna. Óformlegar viðræður um varnir Íslands fara að öllum líkindum fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í dag í Lettlandi. Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst á hádegi í Ríga, höfuðborg Lettlands, en hann sitja pólitískir leiðtogar aðildarríkjanna 26. Verkefni NATO í Afganistan verða án efa efst á baugi en 32.000 hermenn á vegum bandalagsins standa þar í ströngu. Á sérstöku málþingi í morgun kvaðst Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri sambandsins, fullviss um að NATO myndi ná markmiðum sínum í Afganistan og sagði að aðildarríkin mættu ekki missa móðinn. Á fundinum munu þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ræða á óformlegum nótum við starfsystkin sín í nágrannalöndunum um varnarsamstarf. Lofthelgiseftirlit á borð við það sem NATO hefur séð um fyrir Eystralandslöndin er talið sérlega þýðingarmikið. Hefur einkum verið horft til Norðmanna í því sambandi enda stendur til að halda formlegar viðræður á milli Íslands og Noregs um samstarf í öryggismálum í næsta mánuði. Anne-Grete Ström-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að forsenda þess að slíkt samstarf geti komist á sé að fyrir liggi trúverðugt mat á vörnum Íslands og íslensk stjórnvöld verði að hafa frumkvæði að þeirri vinnu. Þegar niðurstaðan liggi fyrir hvernig Norðmenn og önnur aðildarríki NATO geti aðstoðað Íslendinga í öryggismálum þurfi að ræða um skiptingu kostnaðar á fyrirkomulaginu þar sem sjóðir norska hersins eru takmarkaðir. Íslensk stjórnvöld eru raunar þegar farin að bregðast við þessu kalli því um helgina auglýsti dóms- og kirkjumálaráðuneytið stöðu sérfræðings í öryggis- og varnarmálum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira