Erlent

Gæsluvarðhald enn framlengt í Danmörku

Gæsluvarðhald yfir fimm múslimum, sem voru handteknir í Danmörku í september síðastliðnum, hefur verið framlengt til nítjánda desember. Mennirnir eru sakaðir um að hafa safnað að sér sprengiefni til þess að vinna hryðjuverk í Danmörku.

Samkvæmt hryðjuverkalögum sem sett voru í Danmörku eftir árásirnar 11. september, er hægt að halda mönnum í gæsluvarðhaldi mánuðum saman. Dómari verður þó að staðfesta framlengingu á varðhaldi á fjögurra vikna fresti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×