New Orleans - Toronto í beinni

Leikur New Orleans Hornets og Toronto Raptors verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld og hefst hann klukkan 1 eftir miðnættið. New Orleans er erfitt heim að sækja þó liðið spili heimaleiki sína raunar í Oklahoma-borg, en Toronto hefur enn ekki unnið útileik á tímabilinu. Rétt er að minna svo á leik Dallas og Sacramento sem verður í beinni á Sýn á föstudagskvöldið.