25 ára afmæli Gestgjafans 29. nóvember 2006 19:00 Tímaritið Gestgjafinn fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir og mun því bjóða landsmönnum til veislu föstudaginn 1. desember. Veislan verður haldin í 9 matvöruverslunum í Reykjavík, á Selfossi og Akureyri og öllum Íslendingum er boðið (sjá lista yfir verslanir hér að neðan). Afmælisfagnaðurinn byrjar klukkan 15 og stendur á meðan veitingarnar duga. Við ætlum að bjóða öllum sem koma að bragða á ljúffengu hreindýrapaté, sem Úlfar Finnbjörnsson býr til, og konfekt frá Nóa Siríus. Daginn áður, eða 30. nóvember, kemur jólablað Gestgjafans í verslanir með fjölmörgum uppskriftum að jólamatnum. Gestgjafinn.is mun vera opnaður fyrir alla í tilefni afmælisinsGestgjafinn er með eina af stærstu heimasíðum landsins um allt sem viðkemur mat, enda fer nánast allt efni úr blöðunum, og meira til, inn á heimasíðuna. Áskrifendur Gestgjafans hafa einir haft aðgang að heimasíðunni en í tilefni af afmælinu opnum við nú heimasíðuna fyrir alla landsmenn í desembermánuði.Jólablað Gestgjafans er komið út - 188 síður af jólalegu efni!Í jólablaði Gestgjafans er að finna flest það sem tilheyrir matargerð fyrir jólin. Veglegur þáttur um kalkúna, steikingu, fyllingar og sósur er meðal efnis í blaðinu. Í tilefni af 25 ára afmælinu rifjum við upp sögu Gestgjafans í máli og myndum.Við sýnum ykkur hvernig við hamflettum og matreiðum rjúpu og aðra villibráð, lamba- og svínakjötið er í hátíðarbúningi og við ljóstrum upp leyndarmálinu á bak við steikingu á ekta pörusteik. Matarjólagjafir, innlit, borðskreytingar, eftirréttir og forréttir er meðal efnis í þessu stóra og veglega jólablaði og afmælisriti Gestgjafans. Afmælisveislan verður, föstudaginn 1. desember kl. 15, í þessum verslunum:Hagkaupum, Smáralind, Kringlunni og SkeifunniNettó, Mjódd og AkureyriNóatúni, Grafarholti, Nóatúni og SelfossiFjarðarkaupum, Hafnarfirði Lífið Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tímaritið Gestgjafinn fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir og mun því bjóða landsmönnum til veislu föstudaginn 1. desember. Veislan verður haldin í 9 matvöruverslunum í Reykjavík, á Selfossi og Akureyri og öllum Íslendingum er boðið (sjá lista yfir verslanir hér að neðan). Afmælisfagnaðurinn byrjar klukkan 15 og stendur á meðan veitingarnar duga. Við ætlum að bjóða öllum sem koma að bragða á ljúffengu hreindýrapaté, sem Úlfar Finnbjörnsson býr til, og konfekt frá Nóa Siríus. Daginn áður, eða 30. nóvember, kemur jólablað Gestgjafans í verslanir með fjölmörgum uppskriftum að jólamatnum. Gestgjafinn.is mun vera opnaður fyrir alla í tilefni afmælisinsGestgjafinn er með eina af stærstu heimasíðum landsins um allt sem viðkemur mat, enda fer nánast allt efni úr blöðunum, og meira til, inn á heimasíðuna. Áskrifendur Gestgjafans hafa einir haft aðgang að heimasíðunni en í tilefni af afmælinu opnum við nú heimasíðuna fyrir alla landsmenn í desembermánuði.Jólablað Gestgjafans er komið út - 188 síður af jólalegu efni!Í jólablaði Gestgjafans er að finna flest það sem tilheyrir matargerð fyrir jólin. Veglegur þáttur um kalkúna, steikingu, fyllingar og sósur er meðal efnis í blaðinu. Í tilefni af 25 ára afmælinu rifjum við upp sögu Gestgjafans í máli og myndum.Við sýnum ykkur hvernig við hamflettum og matreiðum rjúpu og aðra villibráð, lamba- og svínakjötið er í hátíðarbúningi og við ljóstrum upp leyndarmálinu á bak við steikingu á ekta pörusteik. Matarjólagjafir, innlit, borðskreytingar, eftirréttir og forréttir er meðal efnis í þessu stóra og veglega jólablaði og afmælisriti Gestgjafans. Afmælisveislan verður, föstudaginn 1. desember kl. 15, í þessum verslunum:Hagkaupum, Smáralind, Kringlunni og SkeifunniNettó, Mjódd og AkureyriNóatúni, Grafarholti, Nóatúni og SelfossiFjarðarkaupum, Hafnarfirði
Lífið Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira