Sjónarhóll fær styrk frá félagsmálaráðuneyti 29. nóvember 2006 17:02 Andrés Ragnarsson og Magnús Stefánsson undirrita samninginn. MYND/Félagsmálaráðuneyti Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Andrés Ragnarsson, stjórnarformaður Sjónarhóls, undirrituðu í dag samning um styrk frá félagsmálaráðuneytinu til ráðgjafarmiðstöðvarinnar sem nemur 15 milljónum króna á ári í þrjú ár. Andrés Ragnarsson segist líta svo á að starfsemin hafi hér með verið fest í sessi. Samningurinn tekur við af viðlíka samkomulagi sem hefur verið í gildi frá upphafi starfseminnar 2004 að undangenginni landssöfnun sem tryggði öflugt stofnframlag. „Mér er kunnugt um að hátt á fimmta hundrað fjölskyldur hafa notið margvíslegrar aðstoðar Sjónarhóls undanfarin þrjú ár," sagði félagsmálaráðherra í ávarpi sínu við undirritun samningsins. „Ég geri mér jafnframt grein fyrir því að í hverju tilviki eru að baki ótal viðtöl, erindi og málaleitanir við aðra aðila til samstarfs og samræmingar í þjónustu, fjölbreytileg ráðgjöf og stuðningur - og svo má lengi telja. Hér er unnið afar mikilvægt starf sem ég veit að létt hefur álagi af miklum fjölda fólks." Samkomulagið felur í sér að á samningstímanum býður Sjónarhóll þjónustu og styður við foreldra og aðra aðstandendur barna með sérþarfir með ráðgjöf, viðtölum og námskeiðum. Tilgangurinn er að nýta þekkingu og reynslu þeirra samtaka sem standa að starfsemi félagsins til þess að bæta þjónustu og styðja við foreldra og aðra aðstandendur barna með sérþarfir. Þjónusta Sjónarhóls skal vera til reiðu fyrir alla landsmenn en starfsstöð félagsins er í Reykjavík. Þjónustan skal vera án endurgjalds. Markmiðið með starfi Sjónarhóls er að fjölskyldur barna með sérþarfir njóti jafnréttis og sambærilegra lífskjara við aðrar fjölskyldur í landinu og búi við lífsskilyrði sem geri þeim kleift að lifa eðlilegu lífi. Actavis hf., Landsbankinn, Össur hf., Pokasjóður og Hringurinn verða áfram rekstrarlegir bakhjarlar auk þess sem Vífilfell bætist í hópinn. „Fjögur fyrirtæki, sem eru meðal þeirra öflugustu í landinu, auk Hringsins og Pokasjóðs, láta af hendi rakna fjármagn sem er sem næst til jafns við framlag félagsmálaráðuneytisins til þess að tryggja þá merku starfsemi sem hér fer fram," sagði félagsmálaráðherra. „Það ber ekki einungis vitni um gott árferði og að fyrirtækjunum vegni vel. Það er einnig til marks um þá vitund sem mér virðist fara vaxandi í atvinnulífinu almennt að auðgildið eitt ráði ekki alfarið ríkjum, manngildinu og samhjálpinni skuli goldið sitt, til farsældar fyrir samfélagið allt." Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Andrés Ragnarsson, stjórnarformaður Sjónarhóls, undirrituðu í dag samning um styrk frá félagsmálaráðuneytinu til ráðgjafarmiðstöðvarinnar sem nemur 15 milljónum króna á ári í þrjú ár. Andrés Ragnarsson segist líta svo á að starfsemin hafi hér með verið fest í sessi. Samningurinn tekur við af viðlíka samkomulagi sem hefur verið í gildi frá upphafi starfseminnar 2004 að undangenginni landssöfnun sem tryggði öflugt stofnframlag. „Mér er kunnugt um að hátt á fimmta hundrað fjölskyldur hafa notið margvíslegrar aðstoðar Sjónarhóls undanfarin þrjú ár," sagði félagsmálaráðherra í ávarpi sínu við undirritun samningsins. „Ég geri mér jafnframt grein fyrir því að í hverju tilviki eru að baki ótal viðtöl, erindi og málaleitanir við aðra aðila til samstarfs og samræmingar í þjónustu, fjölbreytileg ráðgjöf og stuðningur - og svo má lengi telja. Hér er unnið afar mikilvægt starf sem ég veit að létt hefur álagi af miklum fjölda fólks." Samkomulagið felur í sér að á samningstímanum býður Sjónarhóll þjónustu og styður við foreldra og aðra aðstandendur barna með sérþarfir með ráðgjöf, viðtölum og námskeiðum. Tilgangurinn er að nýta þekkingu og reynslu þeirra samtaka sem standa að starfsemi félagsins til þess að bæta þjónustu og styðja við foreldra og aðra aðstandendur barna með sérþarfir. Þjónusta Sjónarhóls skal vera til reiðu fyrir alla landsmenn en starfsstöð félagsins er í Reykjavík. Þjónustan skal vera án endurgjalds. Markmiðið með starfi Sjónarhóls er að fjölskyldur barna með sérþarfir njóti jafnréttis og sambærilegra lífskjara við aðrar fjölskyldur í landinu og búi við lífsskilyrði sem geri þeim kleift að lifa eðlilegu lífi. Actavis hf., Landsbankinn, Össur hf., Pokasjóður og Hringurinn verða áfram rekstrarlegir bakhjarlar auk þess sem Vífilfell bætist í hópinn. „Fjögur fyrirtæki, sem eru meðal þeirra öflugustu í landinu, auk Hringsins og Pokasjóðs, láta af hendi rakna fjármagn sem er sem næst til jafns við framlag félagsmálaráðuneytisins til þess að tryggja þá merku starfsemi sem hér fer fram," sagði félagsmálaráðherra. „Það ber ekki einungis vitni um gott árferði og að fyrirtækjunum vegni vel. Það er einnig til marks um þá vitund sem mér virðist fara vaxandi í atvinnulífinu almennt að auðgildið eitt ráði ekki alfarið ríkjum, manngildinu og samhjálpinni skuli goldið sitt, til farsældar fyrir samfélagið allt."
Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent