Erlent

Bush frestar fundi til morguns

Ráðgjafar Bush frestuðu fundinum með forsætisráðherra Íraks.
Ráðgjafar Bush frestuðu fundinum með forsætisráðherra Íraks. MYND/AP

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur frestað fundi sínum með íraska forsætisráðherranum Nuri al-Maliki fram til morguns. Þetta var gert þar sem al-Maliki og Abdullah konungur Sýrlands höfðu þegar átt fund í dag en ráðgert hafði verið að þeir þrír myndu eiga fund í kvöld.

Ástæðan fyrir fundahöldunum er slæmt ástand mála í Írak en Abdullah sagði nýlega að í landinu væri við það að hefjast borgarastyrjöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×