Telja núverandi varnafyrirkomulag ófullnægjandi 29. nóvember 2006 18:56 Góðar líkur eru á að norski flugherinn hefji reglubundið eftirlitsflug um íslenska lofthelgi. Danir, Bretar og Kanadamenn eru einnig áhugasamir um varnarsamstarf við Íslendinga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja að þetta sýni að samkomulag Íslands og Bandaríkjanna tryggi ekki varnir landsins. Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins lauk í dag en meðfram hefðbundnum fundarstörfum notuðu gestirnir tímann til ræða önnur mál. Þannig hittust þau Valgerður Sverrisdóttir og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherrar Íslands og Noregs, í morgun og ræddu hugsanlegt varnarsamstarf ríkjanna. Lyktir fundarins voru að norskir embættismenn komi hingað til lands í desember til að kanna aðstæður á Keflavíkurflugvelli með það fyrir augum að hingað geti hafist reglubundið æfingaflug norska flughersins. Valgerður ítrekar að málið sé enn á byrjunarstigi en engu að síður sé um mikilvægt skref að ræða. Þá ræddi utanríkisráðherra auk þess við Evrópumálaráðherra Bretlands, utanríkisráðherra Kanada og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Danmerkur og var ákveðið að embættismenn ríkjanna hittust á næstu vikum til frekari viðræðna um hugsanlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Geir H. Haarde forsætisráðherra fagnar þessum þreifingum og er ekki þeirrar skoðunar að þær skarist á við núgildandi fyrirkomulag á vörnum landsins, varnarsamkomulagið við Bandaríkjamenn tryggir varnir á ófriðartímum en Norðmenn geti haldið hér uppi eftirliti þegar friður ríkir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir þessi orð forsætisráðherra afar athyglisverð og þessi tvískipting hafi ekki komið fram á sínum tíma þegar varnarsamkomulagið við Bandaríkin var kynnt á Alþingi. Af því megi draga þá ályktun að það samkomulag tryggi varnir landsins ekki nægilega vel. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, tekur í sama streng og segir einn þátt málsins vera þann að að Norðmenn ætli að seilast hér til áhrifa og það gegn greiðslu. Annar þáttur sé hversu ósamstíga ríkisstjórnin er í því, á meðan Geir leggi áherslu á samstarf við Bandaríkin horfi Valgerður til nágrannaþjóðanna í Evrópu. Fréttir Innlent Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Góðar líkur eru á að norski flugherinn hefji reglubundið eftirlitsflug um íslenska lofthelgi. Danir, Bretar og Kanadamenn eru einnig áhugasamir um varnarsamstarf við Íslendinga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja að þetta sýni að samkomulag Íslands og Bandaríkjanna tryggi ekki varnir landsins. Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins lauk í dag en meðfram hefðbundnum fundarstörfum notuðu gestirnir tímann til ræða önnur mál. Þannig hittust þau Valgerður Sverrisdóttir og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherrar Íslands og Noregs, í morgun og ræddu hugsanlegt varnarsamstarf ríkjanna. Lyktir fundarins voru að norskir embættismenn komi hingað til lands í desember til að kanna aðstæður á Keflavíkurflugvelli með það fyrir augum að hingað geti hafist reglubundið æfingaflug norska flughersins. Valgerður ítrekar að málið sé enn á byrjunarstigi en engu að síður sé um mikilvægt skref að ræða. Þá ræddi utanríkisráðherra auk þess við Evrópumálaráðherra Bretlands, utanríkisráðherra Kanada og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Danmerkur og var ákveðið að embættismenn ríkjanna hittust á næstu vikum til frekari viðræðna um hugsanlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Geir H. Haarde forsætisráðherra fagnar þessum þreifingum og er ekki þeirrar skoðunar að þær skarist á við núgildandi fyrirkomulag á vörnum landsins, varnarsamkomulagið við Bandaríkjamenn tryggir varnir á ófriðartímum en Norðmenn geti haldið hér uppi eftirliti þegar friður ríkir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir þessi orð forsætisráðherra afar athyglisverð og þessi tvískipting hafi ekki komið fram á sínum tíma þegar varnarsamkomulagið við Bandaríkin var kynnt á Alþingi. Af því megi draga þá ályktun að það samkomulag tryggi varnir landsins ekki nægilega vel. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, tekur í sama streng og segir einn þátt málsins vera þann að að Norðmenn ætli að seilast hér til áhrifa og það gegn greiðslu. Annar þáttur sé hversu ósamstíga ríkisstjórnin er í því, á meðan Geir leggi áherslu á samstarf við Bandaríkin horfi Valgerður til nágrannaþjóðanna í Evrópu.
Fréttir Innlent Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira