Erlent

LRA dregur sig úr friðarviðræðum

Jan Egeland, sérstakur sendiboði Sameinuðu þjóðanna, hittir hér Joseph Kony, leiðtoga Uppreisnarher drottins.
Jan Egeland, sérstakur sendiboði Sameinuðu þjóðanna, hittir hér Joseph Kony, leiðtoga Uppreisnarher drottins. MYND/AP

Uppreisnarmenn í Úganda hafa dregið sig úr friðarviðræðum við stjórnvöld þar í landi. Þeir segjast gera það þar sem stjórnarherinn hafi myrt þrjá hermenn þeirra sem voru á leið á fyrirfram ákveðna vin uppreisnarmanna, sem þeir dveljast í á meðan viðræðum stendur. Uppreisnarmennirnir eru í hópnum Uppreisnarher drottins og vilja stofna ríki sem byggt er á boðorðunum tíu.

Talsmenn úgöndsku stjórnarinnar sögðu að þeir hefðu ekki komið nálægt því að myrða uppreisnarmenninga og sögðu þetta taktík til þess að tefja viðræðurnar þar sem uppreisnarmennirnir væru einfaldlega ekki allir komnir í þær vinir sem þeir eiga að vera í.

Friðarviðræðurnar áttu að binda endi á eina blóðugustt borgarastyrjöld í Afríku en hún hefur staðið yfir í ein 20 ár. Uppreisnarher drottins er síðan frægur fyrir að ræna börnum og konum og nota börnin sem hermenn en konurnar sem kynlífsþræla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×