Erlent

Portúgalir kjósa um fóstureyðingu

Frá Lissabon í Portúgal
Frá Lissabon í Portúgal Mynd/Vísir

Portúgalir munu kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 11. febrúar á næsta ári um hvort að leyfa eigi fóstureyðingar. Portúgal er eitt af fáum löndum í Evrópu þar sem fóstureyðingar eru aðeins löglegar í neyðartilvikum. Árið 1998 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um sama málefni og var frumvarpið þá fellt en kannanir í dag sýna að frumvarpið nýtur stuðnings um 61% þjóðarinnar.

Hin vinstri sinnaða stjórn Portúgals lofaði þessu þegar hún komst til valda fyrir tíu árum síðan og vill leyfa allar fóstureyðingar á fyrstu tíu vikum meðgöngu. Kaþólska kirkjan í landinu ætlar sér hins vegar ekki að leggja upp laupanna og ætlar sér að berjast gegn frumvarpinu. Áætlað er að þúsundir ólöglegra fóstureyðinga eigi sér stað ár hvert í Portúgal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×