Erlent

Páfinn heimsækir mosku

Páfinn ásamt trúarleiðtogum múslima í heimsókn í Bláu moskunni svokölluðu í dag.
Páfinn ásamt trúarleiðtogum múslima í heimsókn í Bláu moskunni svokölluðu í dag. MYND/AP

Benedikt páfi heimsótti í dag eina frægustu mosku Tyrklands í tilraun til þess að bæta samskipti trúarbragðanna tveggja, kristni og íslam. Páfi er nú í heimsókn í Tyrklandi í þeim tilgangi og er þetta aðeins önnur heimsókn hvaða páfa sem er á helgistað múslima.

Páfi fór áður á safn sem áður var moska og söfnuðust um 150 manns fyrir utan hana til þess að mótmæla heimsókn hans. Þeir vöruðu jafnframt við því að páfinn myndi gera sig líklegan til þess að biðja í moskunni en páfinn gerði hvorugt og signdi sig jafnvel ekki.

Páfinn er líka í þeim tilgangi að bæta samskiptin við rétttrúnaðarkirkjuna en gjá hefur verið á milli páfagarðs og rétttrúnaðarkirkjunnar um aldaraðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×