Klukkan tvö á morgun, laugardag, verður lesið upp úr nýjum Bjartsbókum í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18.
Sigurjón Magnússon les upp úr skáldsögunni Gaddavír, sem var sögð frábærlega skrifuð og áleitin saga í fjögurra-stjörnu-Fréttablaðsdómi nýlega, og Steinar Bragi les upp úr spæjarasögunni Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins. Silja Aðalsteinsdóttir mun auk þess lesa upp úr glænýrri þýðingu sinni á mögnuðustu ástarsögu heimsbókmenntanna, Wuthering Heights eftir Emily Brontë.