Þrjátíu manns eru í framboði í forvali Vinstri grænna í þremur kjördæmum höfuðborgarsvæðisins sem fram fer á morgun. Fyrstu tölur verða birtar upp úr klukkan tíu annað kvöld.
Á kjörskrá eru 1796 eða þeir sem skráðir voru í flokkinn fyrir síðasta laugardag. Þegar hefur um tíundi hluti flokksfélaga kosið utan kjörfundar. Kosið verður á Suðurgötu 3 í Reykjavík, Strandgötu 11 í Hafnarfirði og í Hlégarði í Mosfellsbæ en kjörstaðir verða opnir frá klukkan tíu í fyrramálið til klukkan tíu annað kvöld.