Hundruð þúsunda mótmæltu 1. desember 2006 18:59 Beirút í dag. MYND/AP Staða líbönsku ríkisstjórnarinnar veiktist enn frekar í dag þegar hundruð þúsunda stuðningsmanna Hizbollah-samtakanna fylktu liði í Beirút og kröfðust afsagnar hennar. Fólkið ætlar ekki að láta af mótmælum fyrr en stjórnin er öll. Líbanir eru orðnir vanir því að ólga ríki í stjórnmálum landsins en nú er spennustigið í þjóðfélaginu orðið meira en góðu hófi gegnir. Að boði Hizbollah-samtakanna og bandamanna þeirra komu hundruð þúsunda Líbana saman í miðborg Beirútar í dag og skilaboð þeirra sem stóðu fyrir mótmælunum voru mjög einföld: Að ríkisstjórnin segði af sér og það sem fyrst. Fjöldafundurinn stóð fram eftir degi og í kjölfarið hófst svo mótmælaseta fyrir framan líbanska stjórnarráðið til að knýja á um afsögn ríkisstjórnar Fuads Saniora. Hizbollah-menn telja ríkisstjórnina aðeins lepp Bandaríkjamanna, meðal annars vegna þess að hún sýndi þeim lítinn stuðning þegar átökin við Ísraela stóðu yfir í sumar. Aðeins er rúm vika liðin frá því að ámóta mikill mannfjöldi kom saman til að sýna ríkisstjórninni stuðning í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra þannig að sundurlyndisfjandinn leikur augljóslega lausum hala í Líbanon eins og svo oft áður. Átakalínurnar í stjórnmálum landsins eru hins vegar fyrst og fremst dregnar eftir afstöðunni til nágrannanna í Sýrlandi. Á dögunum sögðu nokkrir ráðherrar úr röðum Hizbollah sig úr stjórninni vegna deilna um verksvið dómstóls Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir grunuðum morðingjum Rafiks Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, en þeir tengjast sýrlensku leyniþjónustunni. Fyrir mótmælin í dag stóð ríkisstjórnin mjög veikum fótum og staða hennar nú er orðin næsta vonlaus þegar ljóst er að hún nýtur nánast einskis stuðnings á meðal sjía, stærsta trúarhóps landsins og aðalstuðningsmanna Hizbollah. Erlent Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira
Staða líbönsku ríkisstjórnarinnar veiktist enn frekar í dag þegar hundruð þúsunda stuðningsmanna Hizbollah-samtakanna fylktu liði í Beirút og kröfðust afsagnar hennar. Fólkið ætlar ekki að láta af mótmælum fyrr en stjórnin er öll. Líbanir eru orðnir vanir því að ólga ríki í stjórnmálum landsins en nú er spennustigið í þjóðfélaginu orðið meira en góðu hófi gegnir. Að boði Hizbollah-samtakanna og bandamanna þeirra komu hundruð þúsunda Líbana saman í miðborg Beirútar í dag og skilaboð þeirra sem stóðu fyrir mótmælunum voru mjög einföld: Að ríkisstjórnin segði af sér og það sem fyrst. Fjöldafundurinn stóð fram eftir degi og í kjölfarið hófst svo mótmælaseta fyrir framan líbanska stjórnarráðið til að knýja á um afsögn ríkisstjórnar Fuads Saniora. Hizbollah-menn telja ríkisstjórnina aðeins lepp Bandaríkjamanna, meðal annars vegna þess að hún sýndi þeim lítinn stuðning þegar átökin við Ísraela stóðu yfir í sumar. Aðeins er rúm vika liðin frá því að ámóta mikill mannfjöldi kom saman til að sýna ríkisstjórninni stuðning í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra þannig að sundurlyndisfjandinn leikur augljóslega lausum hala í Líbanon eins og svo oft áður. Átakalínurnar í stjórnmálum landsins eru hins vegar fyrst og fremst dregnar eftir afstöðunni til nágrannanna í Sýrlandi. Á dögunum sögðu nokkrir ráðherrar úr röðum Hizbollah sig úr stjórninni vegna deilna um verksvið dómstóls Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir grunuðum morðingjum Rafiks Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, en þeir tengjast sýrlensku leyniþjónustunni. Fyrir mótmælin í dag stóð ríkisstjórnin mjög veikum fótum og staða hennar nú er orðin næsta vonlaus þegar ljóst er að hún nýtur nánast einskis stuðnings á meðal sjía, stærsta trúarhóps landsins og aðalstuðningsmanna Hizbollah.
Erlent Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira