Erlent

Mannskæð árás í Bagdad

Lögreglumaður gætir vettvangsins í Bagdad í dag.
Lögreglumaður gætir vettvangsins í Bagdad í dag. MYND/AP

Að minnsta kosti 43 liggja í valnum eftir að þrjár bílsprengjur sprungu nánast samtímis í miðborg Bagdad fyrr í dag. Bílunum sem sprengjunum hafði verið komið fyrir í var lagt við götumarkað sem sjía-múslimar sækja helst. Tugir manna særðust í sprengingunni og því er óttast að látnum eigi enn eftir að fjölga. Aðeins er rúm vika síðan rúmlega 200 manns létu lífið í svipaðri árás í Sadr-hverfi höfuðborgarinnar en sú árás var sú mannskæðasta frá því að ráðist var inn í landið vorið 2003. Aldrei hafa jafn margir borgarar látið lífið vegna átaka í Írak og í síðastliðnum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×