Læknarnir björguðu Pinochet 3. desember 2006 18:45 Augusto Pinochet getur þakkað læknuð sínum það að hann tórir ennþá. MYND/AP Líf Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hefur hangið á bláþræði undanfarinn sólarhring en hann fékk alvarlegt hjartaáfall í nótt. Líðan Pinochet er nú sögð stöðug en alvarleg en læknar gerðu á honum nokkurra klukkustunda langa skurðaðgerð í dag. Til marks um áhyggjur manna var honum gefið hið hinsta sakramenti fyrir aðgerðina ef vera kynni að hann dæi á skurðarborðinu. Pinochet var oddviti herforingjastjórnarinnar sem rændi völdum í Chile árið 1973 en hún ríkti allt til ársins 1990. Á þeim tíma voru yfir 3.000 manns myrtir eða látnir hverfa, eins og það var orðað. Talið er að allt að 28.000 manns hafi sætt pyntingum og misþyrmingum leynilögreglu landsins meðan á ógnarstjórninni stóð. Margsinnis hefur verið reynt að draga Pinochet fyrir dóm en hann hefur aldrei þurft að svara fyrir mannréttindabrot sín þar sem lögfræðingum hans hefur ávallt tekist að sannfæra dómara um að hann sé of veikur til að þola réttarhöld. Að undanförnu hefur hann setið í stofufangelsi í Santíagó, höfuðborg Chile. Þegar hann varð 91 árs fyrir rúmri viku gaf hann út yfirlýsingu þar sem hann sagðist taka pólitíska ábyrgð á ofbeldinu sem var framið í stjórnartíð hans. Hann hefði hins vegar einungis verið knúinn af þrá til að koma í veg fyrir að Chile liðaðist í sundur. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Líf Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hefur hangið á bláþræði undanfarinn sólarhring en hann fékk alvarlegt hjartaáfall í nótt. Líðan Pinochet er nú sögð stöðug en alvarleg en læknar gerðu á honum nokkurra klukkustunda langa skurðaðgerð í dag. Til marks um áhyggjur manna var honum gefið hið hinsta sakramenti fyrir aðgerðina ef vera kynni að hann dæi á skurðarborðinu. Pinochet var oddviti herforingjastjórnarinnar sem rændi völdum í Chile árið 1973 en hún ríkti allt til ársins 1990. Á þeim tíma voru yfir 3.000 manns myrtir eða látnir hverfa, eins og það var orðað. Talið er að allt að 28.000 manns hafi sætt pyntingum og misþyrmingum leynilögreglu landsins meðan á ógnarstjórninni stóð. Margsinnis hefur verið reynt að draga Pinochet fyrir dóm en hann hefur aldrei þurft að svara fyrir mannréttindabrot sín þar sem lögfræðingum hans hefur ávallt tekist að sannfæra dómara um að hann sé of veikur til að þola réttarhöld. Að undanförnu hefur hann setið í stofufangelsi í Santíagó, höfuðborg Chile. Þegar hann varð 91 árs fyrir rúmri viku gaf hann út yfirlýsingu þar sem hann sagðist taka pólitíska ábyrgð á ofbeldinu sem var framið í stjórnartíð hans. Hann hefði hins vegar einungis verið knúinn af þrá til að koma í veg fyrir að Chile liðaðist í sundur.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira