Tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvega kostar 20 milljarða 4. desember 2006 18:27 Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum myndi kosta um 20 milljarða - helmingi meira heldur en svokölluð tveir plús einn leið með vegriði. Sveitarstjórnarmenn í Ölfusi eru hins vegar ekki til viðræðu um annað en tvöföldun. Tveir létust vegna framúraksturs á Suðurlandsvegi um helgina. Menn hafa lengi barist fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar og nú fyrir fáeinum vikum voru 52 krossar settir upp við veginn til að minnast þeirra sem þar hafa látist síðan 1972 í banaslysum. Nú bætist við krossana. Á sama tíma var sett upp heimasíða þar sem 9400 höfðu nú síðdegis skráð sig til að styðja baráttuna fyrir tvöföldun vegarins, þar af 2500 á síðustu tveimur sólarhringum. En fleiri leiðir hafa reynst vel. Þótt lítil reynsla sé komin á svokallaða 2+1 leið, þ.e. tvöföldun öðru megin, einfalt hinum megin og vegrið á milli, sem lögð var á kafla Suðurlandsvegar fyrir nokkrum mánuðum þá hefur ekkert banaslys orðið þar síðan, frekar en á þeim kafla Reykjanesbrautar sem var tvöfaldaður fyrir um tveimur árum. Aðspurður hvort sé meira áríðandi, miðað við þá peninga sem til eru í vegabætur, að setja vegrið eða tvöfalda þessar þrjár helstu þjóðleiðir frá Reykjavík, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu að vegrið sé grundvallaratriði, enda séu framanákeyrslur einhverjir hættulegustu árekstrar sem mannslíkaminn lendir í. Allar aðrar vegabætur séu bónus. Samkvæmt Jóni Rögnvaldssyni vegamálastjóri er sáralítill munur á því öryggi sem 2+1 leiðin með vegriði veitir, miðað við tvöföldun vega. Svíar hafi notað fyrrnefndu leiðina töluvert og það hafi gefist vel. Og tvöföldun er 50% dýrari, segir vegamálastjóri. Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi kostar um tólf milljarða. Tvöföldun Vesturlandsvegar frá Reykjavík að Hvalfjarðargöngum um átta milljarða. Tvöföldun kaflans yfir Hellisheiði að Hveragerði segir vegamálastjóri að myndi kosta 6 milljarða en sami kafli með tveir plús einn og vegriði hins vegar um 4 milljarða. "Það kostar álíka mikið að leggja tvöfalda Reykjanesbraut eins og það hefði kostað að leggja tveir plús einn veg suður í Leifsstöð, austur að Kambabrún og að Hvalfjarðargöngum," segir Sigurður Helgason. Fréttir Innlent Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum myndi kosta um 20 milljarða - helmingi meira heldur en svokölluð tveir plús einn leið með vegriði. Sveitarstjórnarmenn í Ölfusi eru hins vegar ekki til viðræðu um annað en tvöföldun. Tveir létust vegna framúraksturs á Suðurlandsvegi um helgina. Menn hafa lengi barist fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar og nú fyrir fáeinum vikum voru 52 krossar settir upp við veginn til að minnast þeirra sem þar hafa látist síðan 1972 í banaslysum. Nú bætist við krossana. Á sama tíma var sett upp heimasíða þar sem 9400 höfðu nú síðdegis skráð sig til að styðja baráttuna fyrir tvöföldun vegarins, þar af 2500 á síðustu tveimur sólarhringum. En fleiri leiðir hafa reynst vel. Þótt lítil reynsla sé komin á svokallaða 2+1 leið, þ.e. tvöföldun öðru megin, einfalt hinum megin og vegrið á milli, sem lögð var á kafla Suðurlandsvegar fyrir nokkrum mánuðum þá hefur ekkert banaslys orðið þar síðan, frekar en á þeim kafla Reykjanesbrautar sem var tvöfaldaður fyrir um tveimur árum. Aðspurður hvort sé meira áríðandi, miðað við þá peninga sem til eru í vegabætur, að setja vegrið eða tvöfalda þessar þrjár helstu þjóðleiðir frá Reykjavík, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu að vegrið sé grundvallaratriði, enda séu framanákeyrslur einhverjir hættulegustu árekstrar sem mannslíkaminn lendir í. Allar aðrar vegabætur séu bónus. Samkvæmt Jóni Rögnvaldssyni vegamálastjóri er sáralítill munur á því öryggi sem 2+1 leiðin með vegriði veitir, miðað við tvöföldun vega. Svíar hafi notað fyrrnefndu leiðina töluvert og það hafi gefist vel. Og tvöföldun er 50% dýrari, segir vegamálastjóri. Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi kostar um tólf milljarða. Tvöföldun Vesturlandsvegar frá Reykjavík að Hvalfjarðargöngum um átta milljarða. Tvöföldun kaflans yfir Hellisheiði að Hveragerði segir vegamálastjóri að myndi kosta 6 milljarða en sami kafli með tveir plús einn og vegriði hins vegar um 4 milljarða. "Það kostar álíka mikið að leggja tvöfalda Reykjanesbraut eins og það hefði kostað að leggja tveir plús einn veg suður í Leifsstöð, austur að Kambabrún og að Hvalfjarðargöngum," segir Sigurður Helgason.
Fréttir Innlent Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira