Fráleit ásökun um óheiðarleika 5. desember 2006 12:05 Eyþór Arnalds segir það tilhæfulaust að tengja samstarfsslit meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Selfossi við sína persónu eða hagsmuni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa einnig til föðurhúsanna ásökunum um óheiðarleika í starfi í bæjarstjórninni og standa við fullyrðingar sínar um að steytt hafi á óhóflegum launakröfum framsóknarmanna. Framsóknarmenn á Selfossi fullyrða að það hafi slitnað upp úr meirihlutasamstarfinu á föstudag vegna afgreiðslu á tillögu frá Eðalhúsum um að heimila auglýsingu á deiliskipulagi á svokölluðum Sigtúnsreit. Kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær að Eyþór Arnals, sem leiddi lista sjálfstæðismanna en verið hefur í fríi fá störfum frá því í vor, væri í viðskiptasamvinnu við þetta fyrirtæki. Þessu vísar Eyþór á bug og segir það algerlega tilhæfulaust. Einnig var þess getið að eigandi þessarar lóðar þar til í sumar hefði verið Leó Árnason, kosningastjóri Eyþórs. Eyþór segir að þetta sé fráleitt og hafi hann engan kosningastjóra haft. Þá eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bálreiðir vegna yfirlýsinga ásakan fyrrum samstarfsmanna um óheilindi. Segja þeir í yfirlýsingu að engin óeðlileg vinnubrögð hafi verið viðhöfð við afgreiðslu deiliskipulagstillögu á Sigtúnsreit. Bent er á að framsóknarmenn hafi sjálfir, á meirihlutafundi 23. október, samþykkt að taka þessa tillögu fyrir á fundi 1. desember og heimila að auglýsa skipulagið. Skorað er á Þorvald Guðmundsson og Margréti K. Erlingsdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknar að staðfesta þetta, að öðrum kosti verði litið svo á að þau séu ekki merk orða sinna, eins og segir í yfirlýsingunni. Þórunn Jóna Hauksdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, stendur við fullyrðingar sínar um að það sem raunverulega hafi steytt á í samstarfinu sé andstaða sjálfstæðismanna við framkvæmdir á reit við Austurveg þar sem framsóknarmenn hafi þrýst á um afgreiðslu. Bendir Þórunn Jóna á að þar eigi Eðalhús hagsmuna að gæta og því augljóslega fráleitt að halda því fram að sjálfstæðismenn hafi verið að ganga erinda þess fyrirtækis varðandi afgrieðslu á Sigtúnsreit. Sjálfstæðismenn hafa einnig bent á andstöðu sína gegn launahækkunum framsóknarmanna. Bendir Þórunn á að tillaga hafi til dæmis verið uppi um hækkun til handa Margréti Erlingsdóttur, varaformanni bæjarráðs, upp á ríflega 40% á launalið og yfir 70% hækkun alls. Sjálfstæðismenn hafi engan vegin getað samþykkt slíkar hækkanir. Fréttir Innlent Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Óttast um aðstandendur sína á Sóltúni Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira
Eyþór Arnalds segir það tilhæfulaust að tengja samstarfsslit meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Selfossi við sína persónu eða hagsmuni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa einnig til föðurhúsanna ásökunum um óheiðarleika í starfi í bæjarstjórninni og standa við fullyrðingar sínar um að steytt hafi á óhóflegum launakröfum framsóknarmanna. Framsóknarmenn á Selfossi fullyrða að það hafi slitnað upp úr meirihlutasamstarfinu á föstudag vegna afgreiðslu á tillögu frá Eðalhúsum um að heimila auglýsingu á deiliskipulagi á svokölluðum Sigtúnsreit. Kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær að Eyþór Arnals, sem leiddi lista sjálfstæðismanna en verið hefur í fríi fá störfum frá því í vor, væri í viðskiptasamvinnu við þetta fyrirtæki. Þessu vísar Eyþór á bug og segir það algerlega tilhæfulaust. Einnig var þess getið að eigandi þessarar lóðar þar til í sumar hefði verið Leó Árnason, kosningastjóri Eyþórs. Eyþór segir að þetta sé fráleitt og hafi hann engan kosningastjóra haft. Þá eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bálreiðir vegna yfirlýsinga ásakan fyrrum samstarfsmanna um óheilindi. Segja þeir í yfirlýsingu að engin óeðlileg vinnubrögð hafi verið viðhöfð við afgreiðslu deiliskipulagstillögu á Sigtúnsreit. Bent er á að framsóknarmenn hafi sjálfir, á meirihlutafundi 23. október, samþykkt að taka þessa tillögu fyrir á fundi 1. desember og heimila að auglýsa skipulagið. Skorað er á Þorvald Guðmundsson og Margréti K. Erlingsdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknar að staðfesta þetta, að öðrum kosti verði litið svo á að þau séu ekki merk orða sinna, eins og segir í yfirlýsingunni. Þórunn Jóna Hauksdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, stendur við fullyrðingar sínar um að það sem raunverulega hafi steytt á í samstarfinu sé andstaða sjálfstæðismanna við framkvæmdir á reit við Austurveg þar sem framsóknarmenn hafi þrýst á um afgreiðslu. Bendir Þórunn Jóna á að þar eigi Eðalhús hagsmuna að gæta og því augljóslega fráleitt að halda því fram að sjálfstæðismenn hafi verið að ganga erinda þess fyrirtækis varðandi afgrieðslu á Sigtúnsreit. Sjálfstæðismenn hafa einnig bent á andstöðu sína gegn launahækkunum framsóknarmanna. Bendir Þórunn á að tillaga hafi til dæmis verið uppi um hækkun til handa Margréti Erlingsdóttur, varaformanni bæjarráðs, upp á ríflega 40% á launalið og yfir 70% hækkun alls. Sjálfstæðismenn hafi engan vegin getað samþykkt slíkar hækkanir.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Óttast um aðstandendur sína á Sóltúni Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira