Fjárlög ríkisins fyrir árið 2007 samþykkt á Alþingi 6. desember 2006 12:02 Fjárlög ríkisins fyrir næsta ár voru samþykkt frá Alþingi fyrir hálfri klukkustund með 34 atkvæðum stjórnarmeirihlutans en 26 þingmenn stjórnarandstöðu sátu hjá. Fjármálaráðherra sagði fjárlögin markast af hagvaxtarskeiði en stjórnarandstaðan kallaði þau kosningafjárlög. Áður en kom að lokaatkvæðagreiðslunni tók fjármálaráðherra til máls og sagði þrjú stór meginmál felast í frumvarpinu. Það væri síðasta áfanginn í mesta skattalækkunarferli síðari tíma, það væri stærsta verkefni síðari ára til að bæta kjör aldraðra og það væri stærsta átak nokkru sinni til lækkunar matvælaverðs með lækkun virðisaukaskatts. „Útgjaldafjárlög eru þetta því að útgjöld aukast um 16,7 prósent á milli fjárlaga. Þetta eru kosningafjárlög því að ríkisstjórnin rær nú lífróður. Erindi hennar er lokið, þreki hennar er lokið og það mun að sjálfsögðu verða skipt um ríkisstjórn hér í kosningum í vor," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, við lokaumræðuna. „Þrátt fyrir að þetta séu útgjaldafjárlög þá eru vanefndir hér á þremur sviðum, gagnvart öryrkjum, gagnvart öldruðum og gagnvart verkalýðshreyfingunni. Það hljótum við auðvitað að fordæma," sagði hún enn fremur. „Upp úr stendur þó hið alvarlega ójafnvægi í efnahagsmálum landsins. Gríðarlegur viðskiptahalli, svimandi háir vextir og verðbólga langt yfir viðmiðunarmörkum. Gagnvart þessum alvarlegu málum er ríkisstjórnin ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Hún hefur gefist upp og flýtur sofandi að feigðarósi með sín mál," sagði Steingrímur J. Sigfússon við sömu umræður. Fréttir Stj.mál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fjárlög ríkisins fyrir næsta ár voru samþykkt frá Alþingi fyrir hálfri klukkustund með 34 atkvæðum stjórnarmeirihlutans en 26 þingmenn stjórnarandstöðu sátu hjá. Fjármálaráðherra sagði fjárlögin markast af hagvaxtarskeiði en stjórnarandstaðan kallaði þau kosningafjárlög. Áður en kom að lokaatkvæðagreiðslunni tók fjármálaráðherra til máls og sagði þrjú stór meginmál felast í frumvarpinu. Það væri síðasta áfanginn í mesta skattalækkunarferli síðari tíma, það væri stærsta verkefni síðari ára til að bæta kjör aldraðra og það væri stærsta átak nokkru sinni til lækkunar matvælaverðs með lækkun virðisaukaskatts. „Útgjaldafjárlög eru þetta því að útgjöld aukast um 16,7 prósent á milli fjárlaga. Þetta eru kosningafjárlög því að ríkisstjórnin rær nú lífróður. Erindi hennar er lokið, þreki hennar er lokið og það mun að sjálfsögðu verða skipt um ríkisstjórn hér í kosningum í vor," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, við lokaumræðuna. „Þrátt fyrir að þetta séu útgjaldafjárlög þá eru vanefndir hér á þremur sviðum, gagnvart öryrkjum, gagnvart öldruðum og gagnvart verkalýðshreyfingunni. Það hljótum við auðvitað að fordæma," sagði hún enn fremur. „Upp úr stendur þó hið alvarlega ójafnvægi í efnahagsmálum landsins. Gríðarlegur viðskiptahalli, svimandi háir vextir og verðbólga langt yfir viðmiðunarmörkum. Gagnvart þessum alvarlegu málum er ríkisstjórnin ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Hún hefur gefist upp og flýtur sofandi að feigðarósi með sín mál," sagði Steingrímur J. Sigfússon við sömu umræður.
Fréttir Stj.mál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira