Farsímanotkun talin skaðlaus 6. desember 2006 19:30 Danskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að notkun farsíma geti valdið krabbameini þótt símarnir sendi frá sér öflugar rafsegulbylgjur. Allt frá því að farsímar komu fram á sjónarsviðið hafa menn deilt um hættuna sem fylgir noktun þeirra. Ekki þarf að fjölyrða um háskann sem getur fylgt farsímanotkun undir stýri enda er hún bönnuð með lögum. En áhyggjur fólks hafa líka beinst að þeirri staðreynd að símarnir senda frá sér öflugar rafsegulbylgjur sem smjúga í gegnum heilann, líkt og þessar hér. Stóra spurningin er, geta þær valdið krabbameini eða öðrum alvarlegum sjúkdómum? Þetta vildu vísindamennirnir við Krabbameinsstofnun Danmerkur kanna og til þess gerðu þeir rannsókn sem náði til allra farsímanotenda í Danmörku hvorki meira né minna, alls 420.000 manns. Sumir höfðu notað símann í hartnær tvo áratugi og því ætti vænn skammtur af rafsegulbylgjum að hafa farið í gegnum höfuðið á þeim. Þegar fjöldi krabbameinstilfella hjá farsímanotendum var borinn saman við afganginn af þjóðinni kom dálítið merkilegt í ljós. Munurinn var ekki marktækur og raunar mældist tíðni krabbameins örlítið LÆGRI hjá þeim sem nota síma en hinum sem gera það ekki. Vísindamennirnir hafa samt þann fyrirvara á að í rannsókninni ekki er gerður greinarmunur á stórnotendum á sviði farsímaskrafs og þeirra sem tala minna í símann og því er ekki útilokað að tíðnin sé hærri í þeim hópi. Formælandi rannsóknarinnar sagði niðurstöðurnar bæði áreiðanlegar og jákvæðar í viðtali við Reuters-fréttastofuna í dag, sem var vitaskuld tekið í gegnum farsíma. Erlent Fréttir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Danskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að notkun farsíma geti valdið krabbameini þótt símarnir sendi frá sér öflugar rafsegulbylgjur. Allt frá því að farsímar komu fram á sjónarsviðið hafa menn deilt um hættuna sem fylgir noktun þeirra. Ekki þarf að fjölyrða um háskann sem getur fylgt farsímanotkun undir stýri enda er hún bönnuð með lögum. En áhyggjur fólks hafa líka beinst að þeirri staðreynd að símarnir senda frá sér öflugar rafsegulbylgjur sem smjúga í gegnum heilann, líkt og þessar hér. Stóra spurningin er, geta þær valdið krabbameini eða öðrum alvarlegum sjúkdómum? Þetta vildu vísindamennirnir við Krabbameinsstofnun Danmerkur kanna og til þess gerðu þeir rannsókn sem náði til allra farsímanotenda í Danmörku hvorki meira né minna, alls 420.000 manns. Sumir höfðu notað símann í hartnær tvo áratugi og því ætti vænn skammtur af rafsegulbylgjum að hafa farið í gegnum höfuðið á þeim. Þegar fjöldi krabbameinstilfella hjá farsímanotendum var borinn saman við afganginn af þjóðinni kom dálítið merkilegt í ljós. Munurinn var ekki marktækur og raunar mældist tíðni krabbameins örlítið LÆGRI hjá þeim sem nota síma en hinum sem gera það ekki. Vísindamennirnir hafa samt þann fyrirvara á að í rannsókninni ekki er gerður greinarmunur á stórnotendum á sviði farsímaskrafs og þeirra sem tala minna í símann og því er ekki útilokað að tíðnin sé hærri í þeim hópi. Formælandi rannsóknarinnar sagði niðurstöðurnar bæði áreiðanlegar og jákvæðar í viðtali við Reuters-fréttastofuna í dag, sem var vitaskuld tekið í gegnum farsíma.
Erlent Fréttir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira