KB banki spáir því að Seðlabankinn muni enn hækka stýrivexti á auka vaxtaákörðunarfundi, sem haldinn verður í bankanum tuttugasta og fyrsta desember.
KB banki rökstyður þetta meðal annars með því að aukinn vöruskiptahalli í október sé vísbending um þráláta þenslu, en það auki líkur á stýrivaxtahækkun.