Þetta er besti leikur sem ég hef séð 8. desember 2006 05:27 Steve Nash keyrir hér framhjá Jason Kidd í leik Phoenix og New Jersey í nótt, en þeir áttu báðir stórleik í rimmu sem er þegar orðin sígild NordicPhotos/GettyImages Leikur New Jersey Nets og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt er þegar kominn í sögubækurnar, en gestirnir frá Phoenix höfðu sigur 161-157 eftir tvíframlengdan leik. Þetta er fjórða hæsta stigaskor í einum leik í sögu NBA deildarinnar og var hann í járnum allan tímann. Alls voru skoruð 318 stig í leiknum, 38 sinnum skiptust liðin á forystu og 21 sinni var jafnt á öllum tölum. "Ég held að þessi leikur sé strax orðinn algjör klassík. Þetta er besti leikur sem ég hef séð," sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix eftir að úrslit lágu loks fyrir. Steve Nash skoraði 42 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Phoenix í nótt, þar af ótrúlegan þrist sem tryggði Phoenix fyrri framlenginguna. Nash nýtti þar að auki 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum líkt og félagi hans Raja Bell sem skoraði 24 stig. Shawn Marion skoraði 33 stig og hirti 9 fráköst, Amare Stoudemire skoraði 23 stig og hirti 11 fráköst, Boris Diaw skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar og Leandro Barbosa skoraði 16 stig og gaf 7 stoðsendingar. Jason Kidd jafnaði árangur Wilt Chamberlain og komst í þriðja sæti yfir þá leikmenn sem náð hafa flestum þrennum á ferlinum (78) þegar hann skoraði 38 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar fyrir New Jersey. Hann fór þó illa að ráði sínu á lokasprettinum í annari framlengingu og missti boltann klaufalega. Vince Carter skoraði 31 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir New Jersey og Richard Jefferson skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst. Alls voru tekin 224 skot í þessum galopna og skemmtilega leik, 57 villur voru dæmdar, 27 þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og liðin töpuðu boltanum aðeins 29 sinnum samanlagt, sem er í raun ótrúlegt á miðað við gang leiksins. Það gefur ef til vill góða mynd af spennunni sem var í leiknum að liðin skiptust 17 sinnum á forystunni í fjórða leikhlutanum einum saman og 8 sinnum var jafnt. Detroit og Denver eiga metið yfir hæsta stigaskor í einum NBA leik í sögu deildarinnar, en það var sett í febrúar árið 1983. Þá hafði Detroit sigur 186-184 eftir þrjár framlengingar. Það má því í raun segja að stórleikur næturinnar hafi fallið í skuggann af skotsýningunni í New Jersey, en Detroit vann þá mjög góðan útisigur á Dallas 92-82. Tayshaun Prince skoraði 20 stig fyrir Detroit og Rasheed Wallace 19, þar af þrjá þrista í röð þegar Detroit stakk af í þriðja leikhlutanum. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 9 fráköst. Loks vann Miami góðan sigur á Sacramento á útivelli 93-91 eftir framlengdan leik. Dwyane Wade skoraði 32 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami en Mike Bibby skoraði 20 stig fyrir Sacramento. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Leikur New Jersey Nets og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt er þegar kominn í sögubækurnar, en gestirnir frá Phoenix höfðu sigur 161-157 eftir tvíframlengdan leik. Þetta er fjórða hæsta stigaskor í einum leik í sögu NBA deildarinnar og var hann í járnum allan tímann. Alls voru skoruð 318 stig í leiknum, 38 sinnum skiptust liðin á forystu og 21 sinni var jafnt á öllum tölum. "Ég held að þessi leikur sé strax orðinn algjör klassík. Þetta er besti leikur sem ég hef séð," sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix eftir að úrslit lágu loks fyrir. Steve Nash skoraði 42 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Phoenix í nótt, þar af ótrúlegan þrist sem tryggði Phoenix fyrri framlenginguna. Nash nýtti þar að auki 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum líkt og félagi hans Raja Bell sem skoraði 24 stig. Shawn Marion skoraði 33 stig og hirti 9 fráköst, Amare Stoudemire skoraði 23 stig og hirti 11 fráköst, Boris Diaw skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar og Leandro Barbosa skoraði 16 stig og gaf 7 stoðsendingar. Jason Kidd jafnaði árangur Wilt Chamberlain og komst í þriðja sæti yfir þá leikmenn sem náð hafa flestum þrennum á ferlinum (78) þegar hann skoraði 38 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar fyrir New Jersey. Hann fór þó illa að ráði sínu á lokasprettinum í annari framlengingu og missti boltann klaufalega. Vince Carter skoraði 31 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir New Jersey og Richard Jefferson skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst. Alls voru tekin 224 skot í þessum galopna og skemmtilega leik, 57 villur voru dæmdar, 27 þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og liðin töpuðu boltanum aðeins 29 sinnum samanlagt, sem er í raun ótrúlegt á miðað við gang leiksins. Það gefur ef til vill góða mynd af spennunni sem var í leiknum að liðin skiptust 17 sinnum á forystunni í fjórða leikhlutanum einum saman og 8 sinnum var jafnt. Detroit og Denver eiga metið yfir hæsta stigaskor í einum NBA leik í sögu deildarinnar, en það var sett í febrúar árið 1983. Þá hafði Detroit sigur 186-184 eftir þrjár framlengingar. Það má því í raun segja að stórleikur næturinnar hafi fallið í skuggann af skotsýningunni í New Jersey, en Detroit vann þá mjög góðan útisigur á Dallas 92-82. Tayshaun Prince skoraði 20 stig fyrir Detroit og Rasheed Wallace 19, þar af þrjá þrista í röð þegar Detroit stakk af í þriðja leikhlutanum. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 9 fráköst. Loks vann Miami góðan sigur á Sacramento á útivelli 93-91 eftir framlengdan leik. Dwyane Wade skoraði 32 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami en Mike Bibby skoraði 20 stig fyrir Sacramento.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira