Níu fasteignasalar hafa verið sviptir réttindum tímabundið, í tólf vikur hver. Morgunblaðið hefur það eftir Þorsteini Einarssyni formanni eftirlitsnefndar Félags fasteignasala, að þeir hafi ekki með fullnægjandi hætti skilað yfirlýsingum frá endurskoðendum í ágúst síðastliðnum, um fjárvörslu á síðustu tólf mánuðum.
Þetta er í fyrsta sinn sem nýjum ákvæðum í lögum um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa, er beitt.