Yfirréttur í Englandi ógildir meiðyrðadóm gegn Hannesi 8. desember 2006 15:05 Yfirréttur í Lundúnum ógilti í dag dóm sem felldur var sumarið 2005 í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Fram kemur í tilkynningu frá Heimi Erni Herbertssyni, lögmanni Hannesar, að í dóminum hafi verið tekið undir þau rök Hannesar að stefna í málinu hefði ekki verið birt Hannesi réttilega samkvæmt íslenskum lögum. Yfirrétturinn hafnaði þannig niðurstöðu ensks undirréttar frá því í maí sem hafði talið sér heimilt að veita undanþágu frá hinum íslensku reglum um löglega birtingu stefnu.Jón Ólafsson höfðaði mál á hendur Hannesi sumarið 2004 vegna orða sem Hannes hafði látið falla um Jón á ráðstefnu í Reykholti árið 1999 og birt voru á heimasíðu Hannesar. Hannes tók ekki til varna í málinu í Bretlandi þar sem bæði lögfræðingur Háskóla Íslands og í dómsmálaráðuneytinu töldu að málinu yrði vísað frá. Hins vegar var Hannes í fyrra dæmdur til að greiða Jóni 11 milljónir króna í sekt vegna ummælanna og var fjárnám gert í eigum Hannesar með skuldabréfi sem Hannes hafði fengið vegna sölu á húsi sínu að Hringbraut 24.Hannes bar það svo undir Héraðsdóm Reykjavíkur hvort fjárnámið væri lögmætt og krafðist þess að umræddur útivistardómur í Bretlandi yrði ekki fullnustaður hér á landi. Sú krafa byggðist meðal annars á því að dómurinn væri ógildur.Um leið fóru lögmenn Hannesar fram á það við dómstól í Bretlandi að úrskurðað yrði hvort dómurinn væri ógildur eða ekki. Hann var svo ógildur í yfirrétti í Lundúnum í dag og segir í tilkynningu lögmanns Hannesar að ranglega hafi verið staðiðð að málarekstrinum í upphafi sem leiði til þessarar niðurstöðu. „Af því leiðir að enginn grundvöllur er fyrir fjárnámsgerðinni á hendur Hannesi Hólmsteini og væntir hann þess að hún verði felld niður," segir í yfirlýsingunni. Dómsmál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Yfirréttur í Lundúnum ógilti í dag dóm sem felldur var sumarið 2005 í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Fram kemur í tilkynningu frá Heimi Erni Herbertssyni, lögmanni Hannesar, að í dóminum hafi verið tekið undir þau rök Hannesar að stefna í málinu hefði ekki verið birt Hannesi réttilega samkvæmt íslenskum lögum. Yfirrétturinn hafnaði þannig niðurstöðu ensks undirréttar frá því í maí sem hafði talið sér heimilt að veita undanþágu frá hinum íslensku reglum um löglega birtingu stefnu.Jón Ólafsson höfðaði mál á hendur Hannesi sumarið 2004 vegna orða sem Hannes hafði látið falla um Jón á ráðstefnu í Reykholti árið 1999 og birt voru á heimasíðu Hannesar. Hannes tók ekki til varna í málinu í Bretlandi þar sem bæði lögfræðingur Háskóla Íslands og í dómsmálaráðuneytinu töldu að málinu yrði vísað frá. Hins vegar var Hannes í fyrra dæmdur til að greiða Jóni 11 milljónir króna í sekt vegna ummælanna og var fjárnám gert í eigum Hannesar með skuldabréfi sem Hannes hafði fengið vegna sölu á húsi sínu að Hringbraut 24.Hannes bar það svo undir Héraðsdóm Reykjavíkur hvort fjárnámið væri lögmætt og krafðist þess að umræddur útivistardómur í Bretlandi yrði ekki fullnustaður hér á landi. Sú krafa byggðist meðal annars á því að dómurinn væri ógildur.Um leið fóru lögmenn Hannesar fram á það við dómstól í Bretlandi að úrskurðað yrði hvort dómurinn væri ógildur eða ekki. Hann var svo ógildur í yfirrétti í Lundúnum í dag og segir í tilkynningu lögmanns Hannesar að ranglega hafi verið staðiðð að málarekstrinum í upphafi sem leiði til þessarar niðurstöðu. „Af því leiðir að enginn grundvöllur er fyrir fjárnámsgerðinni á hendur Hannesi Hólmsteini og væntir hann þess að hún verði felld niður," segir í yfirlýsingunni.
Dómsmál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira