Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu 8. desember 2006 17:24 Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu í hlerunum pólitískra andstæðinga, sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra hafnaði því og sagði að menn mættu ekki vanmeta hlut Alþýðuflokks og framsóknarráðherra í hlerunum. Þingmaður Framsóknar brást hart við þeim orðum og sagði árásir á aðra flokka málinu ekki til framdráttar. Þingmönnum varð sumum heitt í hamsi í dag þegar rætt var um símhleranir í utandagskrárumræðu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hóf. "Mér sýnist að það sé eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki litið svo á að hann hefði tímabundið umboð frá kjósendum þegar hann var í ríkisstjórn heldur lægju í sjálfum Sjálfstæðisflokknum stofnanabundið vald vegna þess hversu oft hann átti aðild að ríkisstjórn og hann hafi í raun misbeitt ríkisvaldinu." Ingibjörg Sólrún ítrekaði þá skoðun sína að alþingi stofni rannsóknarnefnd sem færi í saumana á hlerunum. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði ekki óeðlilegt að menn veltu þessum málum fyrir sér en fannst merkilegt væri hvað menn vildu gera hlut Sjálfstæðisflokksins mikinn. "Það er vissulega rétt að Sjálfstæðisflokknum er umhugað um öryggi ríkisins en það verður auðvitað að láta aðra njóta sannmælis í þessum efnum og ég held að það sé á engan hallað þó að fyrstur sé nefndur fyrrverandi forsætisráðherra, Hermann Jónasson." Þá sagði Árni að menn mættu heldur ekki vanmeta hlut Alþýðuflokksins og taldi fara betur á því að fræðimenn fjölluðu um þessi mál en nefndir stjórnmálamanna. Hann hafnar því að ríkisvaldi hafi verið misbeitt. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, sagði ræðu ráðherra stórundarlega. "Við heyrðum hér stórundarlega en mjög dæmigerða ræðu fyrir undanbrögð og -flæming Sjálfstæðisflokksins í þessum njósnamálum. Nú á að klína þessum á Framsóknarflokkinn og aðallega þá feðga, Hermann Jónasson og Steingrím Hermannsson." Sæunn Stefánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var mjög ósátt við ræðu fjármálaráðherra. "Það sem skiptir máli er að við eigum hér heiðarlega og málefnalega umræðu um málið. Og ekki með þeim hætti að vera sífellt að ráðast á aðra stjórnmálaflokka. Ég velti því fyrir mér hvað hæstvirtum ráðherra gengur til." Sæunn sagði hugmynd formanns Samfylkingar um rannsóknarnefnd góðra gjalda verða, þótt fyrst þurfi að bíða niðurstöðu hlerananefndar og rannsóknar lögreglustjórans á AKranesi. Ingibjörg Sólrún lýsti furðu sinni á að fjármálaráðherra nefndi einstaka forystumenn framsóknar í þessu máli. "Það átti væntanlega að vera til þess að sýna fram á að Sjálfstæðisflokkurinn sæti ekki einn í þessari súpu." En Árni segir undarlegt að mönnum sé illa við að þessir Framsóknarmenn séu nefndir til sögunnar. "Ég er að hrósa þessum mönnum." Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu í hlerunum pólitískra andstæðinga, sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra hafnaði því og sagði að menn mættu ekki vanmeta hlut Alþýðuflokks og framsóknarráðherra í hlerunum. Þingmaður Framsóknar brást hart við þeim orðum og sagði árásir á aðra flokka málinu ekki til framdráttar. Þingmönnum varð sumum heitt í hamsi í dag þegar rætt var um símhleranir í utandagskrárumræðu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hóf. "Mér sýnist að það sé eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki litið svo á að hann hefði tímabundið umboð frá kjósendum þegar hann var í ríkisstjórn heldur lægju í sjálfum Sjálfstæðisflokknum stofnanabundið vald vegna þess hversu oft hann átti aðild að ríkisstjórn og hann hafi í raun misbeitt ríkisvaldinu." Ingibjörg Sólrún ítrekaði þá skoðun sína að alþingi stofni rannsóknarnefnd sem færi í saumana á hlerunum. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði ekki óeðlilegt að menn veltu þessum málum fyrir sér en fannst merkilegt væri hvað menn vildu gera hlut Sjálfstæðisflokksins mikinn. "Það er vissulega rétt að Sjálfstæðisflokknum er umhugað um öryggi ríkisins en það verður auðvitað að láta aðra njóta sannmælis í þessum efnum og ég held að það sé á engan hallað þó að fyrstur sé nefndur fyrrverandi forsætisráðherra, Hermann Jónasson." Þá sagði Árni að menn mættu heldur ekki vanmeta hlut Alþýðuflokksins og taldi fara betur á því að fræðimenn fjölluðu um þessi mál en nefndir stjórnmálamanna. Hann hafnar því að ríkisvaldi hafi verið misbeitt. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, sagði ræðu ráðherra stórundarlega. "Við heyrðum hér stórundarlega en mjög dæmigerða ræðu fyrir undanbrögð og -flæming Sjálfstæðisflokksins í þessum njósnamálum. Nú á að klína þessum á Framsóknarflokkinn og aðallega þá feðga, Hermann Jónasson og Steingrím Hermannsson." Sæunn Stefánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var mjög ósátt við ræðu fjármálaráðherra. "Það sem skiptir máli er að við eigum hér heiðarlega og málefnalega umræðu um málið. Og ekki með þeim hætti að vera sífellt að ráðast á aðra stjórnmálaflokka. Ég velti því fyrir mér hvað hæstvirtum ráðherra gengur til." Sæunn sagði hugmynd formanns Samfylkingar um rannsóknarnefnd góðra gjalda verða, þótt fyrst þurfi að bíða niðurstöðu hlerananefndar og rannsóknar lögreglustjórans á AKranesi. Ingibjörg Sólrún lýsti furðu sinni á að fjármálaráðherra nefndi einstaka forystumenn framsóknar í þessu máli. "Það átti væntanlega að vera til þess að sýna fram á að Sjálfstæðisflokkurinn sæti ekki einn í þessari súpu." En Árni segir undarlegt að mönnum sé illa við að þessir Framsóknarmenn séu nefndir til sögunnar. "Ég er að hrósa þessum mönnum."
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira