Erlent

3 börn Fatah-liða myrt í morgun

MYND/AP

Byssumenn myrtu í morgun þrjú börn yfirmanns í leyniþjónustu Palestínumanna. Skotið var á þau fyrir utan skóla þeirra í Gaza-borg. Faðir barnanna, Baha Balousheh er sagður tengjast Fatha-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og mun hafa leitt aðför gegn Hamas-hreyfingunni fyrir áratug. Tvö börn til viðbótar særðust í árásinni og einn vegfarandi féll. Stuðningsmenn Fatah hafa hótað hefndum.

Spenna milli fulltrúa Hamas og Fatah hefur leitt til fjölmargra skotbardaga á götum Gaza síðustu vikur. Um helgina slapp innanríkisráðherra í heimastjórn Hamas-liða ómeiddur eftir að skotið var á hann. Abbas forseti íhuga nú hvort hann eigi að fara að ráðum stuðningsmanna sinna og boða þegar til kosninga, en Hamas-liðar unnu stórsigur í kosningum í janúar. Erfiðlega hefur gegnið að mynda þjóðstjórn beggja fylkinga og telja liðsmenn Fatah-réttast aftur að ganga að kjörborðinu nú þegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×