Ekki öllum harmdauði 11. desember 2006 19:22 Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er ekki öllum harmdauði, en hann lést á sjúkrahúsi í höfuðborginni, Santiago, í gær 91 árs að aldri. Landar hans skiptast í tvær fylkingar sem ýmist syrgðu hann eða stigu gleðidans við fregnir af andlátinu. Á meðan andstæðingar Pinochets fögnuðu andláti hans í gær grétu arðir fyrir utan hersjúkrahúsið þar sem hann lést, fullvissir um að þessi fyrrverandi einræðisherra hefði forðað heimalandinu frá klóm marxista á sautján ára valdatíma sínum. Hópunum laust saman í gær án alvarlegra meiðsla. Lögregla stillti til friðar með vatnsþrýstidælum og táragasi og handtókn nokkra. Þjóðarsorg hefur ekki verið lýst yfir í landinu og Pinochet fær ekki viðhafnarútför og skal kannski engan undra enda var faðir núverandi forseta Chile, Michelle Bachelet, meðal þeirra sem hann lét myrða á tímum ógnarstjórnar sinnar á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Pinochet var skipaður yfirmaður hersins í Chile tuttugasta og þriðja ágúst 1973. Átján dögum síðar steypti hann sósíalistastjórn Salvadors Allende, forseta, og hrifsaði til sín öll völd. Hann ríkti síðan í 17 ár og á þeim tíma voru rúmlega þrjú þúsund manns myrtir eða látnir hverfa. Talið er að allt að tuttugu og átta þúsund manns hafi sætt pyntingum. Margsinnis hefur verið reynt að draga Pinochet fyrir dóm en án árangurs. Í nóvember gaf hann út yfirlýsingu og sagðist taka pólitíska ábyrgð á ofbeldinu sem var framið í stjórnartíð hans. Skáldkonan Isabella Allenda, dóttir Allendes, heitins, fyrrverandi forseta, segist ósátt við að hann hafi ekki svarað til saka. Hún bendir þó á að málin gegn Pinochet séu enn opin og því hægt að sækja þau áfram. Hún segir eðlilegt að útför hans fari ekki fram með viðhöfn. Hann hafi verið einræðisherra sem þjóðin hafi ekki kosið. Fjölmargir vottuðu Pinochet virðingu sína í höfuðborginni Santiago í dag, þar sem kista hans lá í herskóla þar í borg. Einræðisherrann fyrrverandi verður borinn til grafar á morgun. Erlent Fréttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er ekki öllum harmdauði, en hann lést á sjúkrahúsi í höfuðborginni, Santiago, í gær 91 árs að aldri. Landar hans skiptast í tvær fylkingar sem ýmist syrgðu hann eða stigu gleðidans við fregnir af andlátinu. Á meðan andstæðingar Pinochets fögnuðu andláti hans í gær grétu arðir fyrir utan hersjúkrahúsið þar sem hann lést, fullvissir um að þessi fyrrverandi einræðisherra hefði forðað heimalandinu frá klóm marxista á sautján ára valdatíma sínum. Hópunum laust saman í gær án alvarlegra meiðsla. Lögregla stillti til friðar með vatnsþrýstidælum og táragasi og handtókn nokkra. Þjóðarsorg hefur ekki verið lýst yfir í landinu og Pinochet fær ekki viðhafnarútför og skal kannski engan undra enda var faðir núverandi forseta Chile, Michelle Bachelet, meðal þeirra sem hann lét myrða á tímum ógnarstjórnar sinnar á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Pinochet var skipaður yfirmaður hersins í Chile tuttugasta og þriðja ágúst 1973. Átján dögum síðar steypti hann sósíalistastjórn Salvadors Allende, forseta, og hrifsaði til sín öll völd. Hann ríkti síðan í 17 ár og á þeim tíma voru rúmlega þrjú þúsund manns myrtir eða látnir hverfa. Talið er að allt að tuttugu og átta þúsund manns hafi sætt pyntingum. Margsinnis hefur verið reynt að draga Pinochet fyrir dóm en án árangurs. Í nóvember gaf hann út yfirlýsingu og sagðist taka pólitíska ábyrgð á ofbeldinu sem var framið í stjórnartíð hans. Skáldkonan Isabella Allenda, dóttir Allendes, heitins, fyrrverandi forseta, segist ósátt við að hann hafi ekki svarað til saka. Hún bendir þó á að málin gegn Pinochet séu enn opin og því hægt að sækja þau áfram. Hún segir eðlilegt að útför hans fari ekki fram með viðhöfn. Hann hafi verið einræðisherra sem þjóðin hafi ekki kosið. Fjölmargir vottuðu Pinochet virðingu sína í höfuðborginni Santiago í dag, þar sem kista hans lá í herskóla þar í borg. Einræðisherrann fyrrverandi verður borinn til grafar á morgun.
Erlent Fréttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira