Fangelsisdómur og há sekt fyrir skatta- og bókhaldsbrot 12. desember 2006 12:45 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða skilorðsbundið frangelsi og til greiðslu 29 milljón króna í sekt fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum vegna atvinnustarfsemi sinnar fyrir árið 2004 né innheimtum virðisaukaskatti að fjárhæð rúmlega 14 milljónir króna. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að færa ekki lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna sömu atvinnustarfsemi. Maðurinn játaði á sig verknaðinn en hann hafði áður verið dæmdur fyrir sams konar brot og rauf með brotunum nú skilorð. Hins vegar segir dómurinn manninn eiga sér þær veigamiklu málsbætur að hafa frá upphafi gert sér far um að aðstoða við rannsókn málsins og játað brot sín skýlaust fyrir dómi. „Ávallt er lítill vegur að sparka í liggjandi mann. Ákærði er fjölskyldumaður, eignalaus, en stórskuldugur. Þótt fallast megi á með ákæruvaldinu að eigi sé óeðlilegt að dæma ákærða að minnsta kosti til greiðslu fésektar er nemi þrefaldri þeirri skattfjárhæð, sem hann innheimti og stóð ekki lögmælt skil á, sbr. til dæmis hæstaréttardómur 11. maí 2006 í máli nr. 475/2005, verður trauðla séð að slík sektarupphæð hefði meiri varnaðaráhrif, almenn eða sérstök, en ef miðað er við lögbundið lágmark um tvöföldun samkvæmt framansögðu. Mun dómur því miða við umrætt lágmark," segir í dómnum. Þótti hæfileg refsing því níu mánaða fangelsi skilorðsbundið í þrjú ár auk 29 milljóna króna sektar, en greiði maðurinn ekki fésektina innan fjögurra vikna frá dómsuppsögu skal hann sæta sjö mánaða fangelsi. Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða skilorðsbundið frangelsi og til greiðslu 29 milljón króna í sekt fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum vegna atvinnustarfsemi sinnar fyrir árið 2004 né innheimtum virðisaukaskatti að fjárhæð rúmlega 14 milljónir króna. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að færa ekki lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna sömu atvinnustarfsemi. Maðurinn játaði á sig verknaðinn en hann hafði áður verið dæmdur fyrir sams konar brot og rauf með brotunum nú skilorð. Hins vegar segir dómurinn manninn eiga sér þær veigamiklu málsbætur að hafa frá upphafi gert sér far um að aðstoða við rannsókn málsins og játað brot sín skýlaust fyrir dómi. „Ávallt er lítill vegur að sparka í liggjandi mann. Ákærði er fjölskyldumaður, eignalaus, en stórskuldugur. Þótt fallast megi á með ákæruvaldinu að eigi sé óeðlilegt að dæma ákærða að minnsta kosti til greiðslu fésektar er nemi þrefaldri þeirri skattfjárhæð, sem hann innheimti og stóð ekki lögmælt skil á, sbr. til dæmis hæstaréttardómur 11. maí 2006 í máli nr. 475/2005, verður trauðla séð að slík sektarupphæð hefði meiri varnaðaráhrif, almenn eða sérstök, en ef miðað er við lögbundið lágmark um tvöföldun samkvæmt framansögðu. Mun dómur því miða við umrætt lágmark," segir í dómnum. Þótti hæfileg refsing því níu mánaða fangelsi skilorðsbundið í þrjú ár auk 29 milljóna króna sektar, en greiði maðurinn ekki fésektina innan fjögurra vikna frá dómsuppsögu skal hann sæta sjö mánaða fangelsi.
Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira