Báðust afsökunar á framkomu sinni 12. desember 2006 18:30 Ökumenn óku við hæla þeirra, sem komu fyrst að slysinu á Vesturlandsvegi á sunnudag, þegar þeir þröngvuðu sér framhjá. Á meðan bograði ungt par yfir þeim slösuðu og reyndi neyðarhjálp. Lögreglan hefur fengið þó nokkrar hringingar þar sem fólk hefur beðist afsökunar á háttsemi sinni á slysstað. Kristinn Ingi Pétursson og kærasta hans komu fyrst að slysinu og hringdu strax á neyðarlínuna til að kalla út sjúkralið og til að fá upplýsingar um hvernig best væri að bera sig að við fyrstu hjálp. Sá sem kom næstur að slysinu skrúfaði niður rúðuna og spurði hvort búið væri að hringja í 112 og þegar þau játuðu því skrúfaði hann upp rúðuna og hélt leiðar sinnar. Þannig fór nokkur fjöldi bíla framhjá við hæla þeirra þar sem þau reyndu að hlúa að þeim slösuðu. Kristinn Ingi segist ekki hafa verið sérlega stoltur af þjóðerni sínu þennan daginn. Hann segist ekki vita hvort fólk hafi haldið að það væri að gera einhvern greiða með því að stoppa ekki en það hafi verið léttir þegar umferðin stöðvaðist loks. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði í fréttum okkar í gær að margir þeirra sem töfust vegna slyssins hefðu sýnt fádæma óþolinmæði og dónaskap á slysstað. Eftir fréttina virtust þó einhverjir hafa séð að sér, því þó nokkur símtöl bárust frá vegfarendum sem vildu biðjast afsökunar á framkomu sinni en þeir höfuðu áður lýst óánægju með lokun vegarins. Lögreglan fagnar afsökunarbeiðnunum og vonar að eftirleiðis sýni vegfarendur meiri skilning við aðstæður sem þessar. Fréttir Innlent Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Ökumenn óku við hæla þeirra, sem komu fyrst að slysinu á Vesturlandsvegi á sunnudag, þegar þeir þröngvuðu sér framhjá. Á meðan bograði ungt par yfir þeim slösuðu og reyndi neyðarhjálp. Lögreglan hefur fengið þó nokkrar hringingar þar sem fólk hefur beðist afsökunar á háttsemi sinni á slysstað. Kristinn Ingi Pétursson og kærasta hans komu fyrst að slysinu og hringdu strax á neyðarlínuna til að kalla út sjúkralið og til að fá upplýsingar um hvernig best væri að bera sig að við fyrstu hjálp. Sá sem kom næstur að slysinu skrúfaði niður rúðuna og spurði hvort búið væri að hringja í 112 og þegar þau játuðu því skrúfaði hann upp rúðuna og hélt leiðar sinnar. Þannig fór nokkur fjöldi bíla framhjá við hæla þeirra þar sem þau reyndu að hlúa að þeim slösuðu. Kristinn Ingi segist ekki hafa verið sérlega stoltur af þjóðerni sínu þennan daginn. Hann segist ekki vita hvort fólk hafi haldið að það væri að gera einhvern greiða með því að stoppa ekki en það hafi verið léttir þegar umferðin stöðvaðist loks. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði í fréttum okkar í gær að margir þeirra sem töfust vegna slyssins hefðu sýnt fádæma óþolinmæði og dónaskap á slysstað. Eftir fréttina virtust þó einhverjir hafa séð að sér, því þó nokkur símtöl bárust frá vegfarendum sem vildu biðjast afsökunar á framkomu sinni en þeir höfuðu áður lýst óánægju með lokun vegarins. Lögreglan fagnar afsökunarbeiðnunum og vonar að eftirleiðis sýni vegfarendur meiri skilning við aðstæður sem þessar.
Fréttir Innlent Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira