Verðlaunafé boðið fyrir upplýsingar 13. desember 2006 19:45 Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að raðmorðingja sem hefur myrt fimm vændiskonur nærri Ipswich á tæpum mánuði. Blaðið News of the World hefur heitið jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna íslenskra króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og hafa um tvö þúsund ábendingar þegar borist lögreglu. Morðin nú minna á það þegar Kobbi kvirðista herjaði á vændiskonur í Witechapel hverfi Lundúna síðla árs 1888. Fórnarlömbin voru fimm þá líkt og nú. Málið í Austur-Anglíu vekur einnig óþægilegar minningar hjá íbúum í Bradford í Jórvíkurskíri þar sem Paul nokkur Sutcliffe myrti þrettán konur á árunum 1975 til 1980. Flest fórnarlömb hans voru vændiskonur. Nú hefur ódæðismaður af sama sauðarhúsi látið til skarar skríða í Ipswich og eru lögreglumenn í kapphlaupi við tímann að finna hann áður en fleiri konur falla í valinn. Svæðið þar sem sem lík kvennanna fundust er fínkembt. Stewart Gull, lögregluforingi í Suffolk sýslu, segir ljóst að töluvert sé líkt með morðunum. Öll fórnarlömbin hafi verið vændiskonur samkvæmt upplýsingum lögreglu. Þær hafi allar fundist við svipaðar aðstæður. Morðinginn eða morðingjarnir hafi gert vændiskonur að skotmörkum sínum og ekkert bendi til þess að konur úr öðrum þjóðfélagshópum þurfi að hafa áhyggjur. Þrátt fyrir það hafa allir íbúar í Ipswich áhyggjur af eigin öryggi og hraða flestir sér heim að loknum vinnudegi. David Wilson, prófessor í afbrotafræði, segir hætt við því að morðingi myrði enn fleiri og óvíst hvenær hann telji nóg komið. Svo gæti farið að hann hætti á einhverjum tímapunkti eða þá að hann beini spjótum sínum að öðrum en vændiskonum. Lou er vændiskona í Ipswich. Hún er heróínfíkill. Lou þekkti eitt fórnarlambanna, Anneli Alderton, og var með henni skömmu áður en hún hvarf. Hún segir Anneli hafa verið hamingjusama þá. Þær hafi staðið saman við eitt götuhornið og gætt sér á jarðaberjum. Hún hafi ekki virst hafa áhyggjur af nokkru. Erlent Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að raðmorðingja sem hefur myrt fimm vændiskonur nærri Ipswich á tæpum mánuði. Blaðið News of the World hefur heitið jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna íslenskra króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og hafa um tvö þúsund ábendingar þegar borist lögreglu. Morðin nú minna á það þegar Kobbi kvirðista herjaði á vændiskonur í Witechapel hverfi Lundúna síðla árs 1888. Fórnarlömbin voru fimm þá líkt og nú. Málið í Austur-Anglíu vekur einnig óþægilegar minningar hjá íbúum í Bradford í Jórvíkurskíri þar sem Paul nokkur Sutcliffe myrti þrettán konur á árunum 1975 til 1980. Flest fórnarlömb hans voru vændiskonur. Nú hefur ódæðismaður af sama sauðarhúsi látið til skarar skríða í Ipswich og eru lögreglumenn í kapphlaupi við tímann að finna hann áður en fleiri konur falla í valinn. Svæðið þar sem sem lík kvennanna fundust er fínkembt. Stewart Gull, lögregluforingi í Suffolk sýslu, segir ljóst að töluvert sé líkt með morðunum. Öll fórnarlömbin hafi verið vændiskonur samkvæmt upplýsingum lögreglu. Þær hafi allar fundist við svipaðar aðstæður. Morðinginn eða morðingjarnir hafi gert vændiskonur að skotmörkum sínum og ekkert bendi til þess að konur úr öðrum þjóðfélagshópum þurfi að hafa áhyggjur. Þrátt fyrir það hafa allir íbúar í Ipswich áhyggjur af eigin öryggi og hraða flestir sér heim að loknum vinnudegi. David Wilson, prófessor í afbrotafræði, segir hætt við því að morðingi myrði enn fleiri og óvíst hvenær hann telji nóg komið. Svo gæti farið að hann hætti á einhverjum tímapunkti eða þá að hann beini spjótum sínum að öðrum en vændiskonum. Lou er vændiskona í Ipswich. Hún er heróínfíkill. Lou þekkti eitt fórnarlambanna, Anneli Alderton, og var með henni skömmu áður en hún hvarf. Hún segir Anneli hafa verið hamingjusama þá. Þær hafi staðið saman við eitt götuhornið og gætt sér á jarðaberjum. Hún hafi ekki virst hafa áhyggjur af nokkru.
Erlent Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira