Leikstjórnandinn Deron Williams hefur bætt sig gríðarlega með Utah Jazz í vetur og er liðið enn í efsta sæti deildarinnarNordicPhotos/GettyImages
Þrettán leikir eru á dagskrá í NBA deildinni í kvöld og verður leikur LA Clippers og Utah Jazz sýndur beint á NBA TV á Fjölvarpinu klukkan 3:30 í nótt. Þá bíður meistara Miami það verðuga verkefni að stöðva 11 leikja sigurgöngu Phoenix Suns og verða meistararnir án Dwyane Wade sem missir af leiknum eftir harkalega heimsókn til tannlæknis.