Ungmennafélagshöll við Tryggvagötu 14. desember 2006 18:40 Sex þúsund fermetra ungmennafélagshöll rís á bílastæðinu við Borgarbókasafnið í Tryggvagötu á næsta ári. Húsið mun kosta um einn milljarð króna en formaðurinn vill ekki gefa upp hver borgar - aðeins að fjárfestarnir hugsi á ungmennafélagsnótum.Lóðin er 1200 fermetrar og hefur Ungmennafélagið fengið fyrirheit um hana frá borgaryfirvöldum. Áætlað er að byrja að grafa strax í vor og flytja inn síðla árs 2008.Og aðstaðan verður ekki amaleg; sundlaug, íþrótta- og menningarsalur og gistiaðstaða. Enda félagafjöldinn ekkert smáræði, þriðjungur þjóðarinnar er í UMFÍ. Reiknað er með að húsið verði sex til sjö hæðir og verði byggt upp við gaflinn á Borgarbókasafninu og Hafnarhvoli. Heimild til þess að ráðast í bygginguna vonast formaður UMFÍ til að fá á formannafundi núna í kvöld."UMFÍ kemur til með að eiga stærsta hlutann. Við ætlum að stofna félag í kringum bygginguna og fá aðra með okkur, öfluga aðila sem eru tilbúnir til að koma þessu uppbyggingarstarfi og hugsa á ungmennafélags nótunum. Okkar gróði felst alltaf í betra mannlífi," segir Björn Bjarndal Jónsson, formaður UMFÍ.Björn getur ekki upplýst á þessu stigi hvaða fjárfestar þetta eru. Húsið verður hannað að danskri fyrirmynd en dönsku ungmennafélögin byggðu í Kaupmannahöfn DGI Byen sem hefur gengið mjög vel og er þegar búið að sprengja utan af sér. "Við hlökkum mikið til að vinna hér með borginni að uppbyggingu betri miðbæjar og við sjáum fyrir okkur að þegar fólk fer heim úr vinnunni þá komi það við hér og dansi í klukkutíma eða tefli eða geri eitthvað skemmtilegt með okkur." Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Sex þúsund fermetra ungmennafélagshöll rís á bílastæðinu við Borgarbókasafnið í Tryggvagötu á næsta ári. Húsið mun kosta um einn milljarð króna en formaðurinn vill ekki gefa upp hver borgar - aðeins að fjárfestarnir hugsi á ungmennafélagsnótum.Lóðin er 1200 fermetrar og hefur Ungmennafélagið fengið fyrirheit um hana frá borgaryfirvöldum. Áætlað er að byrja að grafa strax í vor og flytja inn síðla árs 2008.Og aðstaðan verður ekki amaleg; sundlaug, íþrótta- og menningarsalur og gistiaðstaða. Enda félagafjöldinn ekkert smáræði, þriðjungur þjóðarinnar er í UMFÍ. Reiknað er með að húsið verði sex til sjö hæðir og verði byggt upp við gaflinn á Borgarbókasafninu og Hafnarhvoli. Heimild til þess að ráðast í bygginguna vonast formaður UMFÍ til að fá á formannafundi núna í kvöld."UMFÍ kemur til með að eiga stærsta hlutann. Við ætlum að stofna félag í kringum bygginguna og fá aðra með okkur, öfluga aðila sem eru tilbúnir til að koma þessu uppbyggingarstarfi og hugsa á ungmennafélags nótunum. Okkar gróði felst alltaf í betra mannlífi," segir Björn Bjarndal Jónsson, formaður UMFÍ.Björn getur ekki upplýst á þessu stigi hvaða fjárfestar þetta eru. Húsið verður hannað að danskri fyrirmynd en dönsku ungmennafélögin byggðu í Kaupmannahöfn DGI Byen sem hefur gengið mjög vel og er þegar búið að sprengja utan af sér. "Við hlökkum mikið til að vinna hér með borginni að uppbyggingu betri miðbæjar og við sjáum fyrir okkur að þegar fólk fer heim úr vinnunni þá komi það við hér og dansi í klukkutíma eða tefli eða geri eitthvað skemmtilegt með okkur."
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira