Ungmennafélagshöll við Tryggvagötu 14. desember 2006 18:40 Sex þúsund fermetra ungmennafélagshöll rís á bílastæðinu við Borgarbókasafnið í Tryggvagötu á næsta ári. Húsið mun kosta um einn milljarð króna en formaðurinn vill ekki gefa upp hver borgar - aðeins að fjárfestarnir hugsi á ungmennafélagsnótum.Lóðin er 1200 fermetrar og hefur Ungmennafélagið fengið fyrirheit um hana frá borgaryfirvöldum. Áætlað er að byrja að grafa strax í vor og flytja inn síðla árs 2008.Og aðstaðan verður ekki amaleg; sundlaug, íþrótta- og menningarsalur og gistiaðstaða. Enda félagafjöldinn ekkert smáræði, þriðjungur þjóðarinnar er í UMFÍ. Reiknað er með að húsið verði sex til sjö hæðir og verði byggt upp við gaflinn á Borgarbókasafninu og Hafnarhvoli. Heimild til þess að ráðast í bygginguna vonast formaður UMFÍ til að fá á formannafundi núna í kvöld."UMFÍ kemur til með að eiga stærsta hlutann. Við ætlum að stofna félag í kringum bygginguna og fá aðra með okkur, öfluga aðila sem eru tilbúnir til að koma þessu uppbyggingarstarfi og hugsa á ungmennafélags nótunum. Okkar gróði felst alltaf í betra mannlífi," segir Björn Bjarndal Jónsson, formaður UMFÍ.Björn getur ekki upplýst á þessu stigi hvaða fjárfestar þetta eru. Húsið verður hannað að danskri fyrirmynd en dönsku ungmennafélögin byggðu í Kaupmannahöfn DGI Byen sem hefur gengið mjög vel og er þegar búið að sprengja utan af sér. "Við hlökkum mikið til að vinna hér með borginni að uppbyggingu betri miðbæjar og við sjáum fyrir okkur að þegar fólk fer heim úr vinnunni þá komi það við hér og dansi í klukkutíma eða tefli eða geri eitthvað skemmtilegt með okkur." Fréttir Innlent Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Sex þúsund fermetra ungmennafélagshöll rís á bílastæðinu við Borgarbókasafnið í Tryggvagötu á næsta ári. Húsið mun kosta um einn milljarð króna en formaðurinn vill ekki gefa upp hver borgar - aðeins að fjárfestarnir hugsi á ungmennafélagsnótum.Lóðin er 1200 fermetrar og hefur Ungmennafélagið fengið fyrirheit um hana frá borgaryfirvöldum. Áætlað er að byrja að grafa strax í vor og flytja inn síðla árs 2008.Og aðstaðan verður ekki amaleg; sundlaug, íþrótta- og menningarsalur og gistiaðstaða. Enda félagafjöldinn ekkert smáræði, þriðjungur þjóðarinnar er í UMFÍ. Reiknað er með að húsið verði sex til sjö hæðir og verði byggt upp við gaflinn á Borgarbókasafninu og Hafnarhvoli. Heimild til þess að ráðast í bygginguna vonast formaður UMFÍ til að fá á formannafundi núna í kvöld."UMFÍ kemur til með að eiga stærsta hlutann. Við ætlum að stofna félag í kringum bygginguna og fá aðra með okkur, öfluga aðila sem eru tilbúnir til að koma þessu uppbyggingarstarfi og hugsa á ungmennafélags nótunum. Okkar gróði felst alltaf í betra mannlífi," segir Björn Bjarndal Jónsson, formaður UMFÍ.Björn getur ekki upplýst á þessu stigi hvaða fjárfestar þetta eru. Húsið verður hannað að danskri fyrirmynd en dönsku ungmennafélögin byggðu í Kaupmannahöfn DGI Byen sem hefur gengið mjög vel og er þegar búið að sprengja utan af sér. "Við hlökkum mikið til að vinna hér með borginni að uppbyggingu betri miðbæjar og við sjáum fyrir okkur að þegar fólk fer heim úr vinnunni þá komi það við hér og dansi í klukkutíma eða tefli eða geri eitthvað skemmtilegt með okkur."
Fréttir Innlent Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira