Abbas boðar kosningar 16. desember 2006 12:13 Mahmoud Abbas forseti Palestínu sagði í ræðu nú í morgun að Hamas-samtökin bæru ábyrgð á róstunum sem nú ríkja á heimastjórnarsvæðunum. Hann hótaði að leysa ríkisstjórnina frá völdum og lét að því liggja að þing- og forsetakosningar væru á næsta leiti. Alger upplausn hefur ríkt á herteknu svæðunum undanfarna daga vegna síendurtekinn skæra Hamas-liða og stuðningsmanna Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas. Skotið var á bíl Ismail Haniyeh, forsætisráðherra og einn leiðtoga Hamas, við landamæri Egyptalands og Gaza í fyrrinótt og í gær særðust á fjórða tug manna í átökum á Vesturbakkanum og á Gaza. Í morgun var hins vegar allt með kyrrum kjörum enda höfðu leiðtogar fylkinganna beðið liðsmenn sína um að halda ró sinni. Þannig benti Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas sem situr í útlegð í Sýrlandi, í yfirlýsingu sinni á að baráttan ætti að beinast gegn hernámi Ísraela en ekki gegn öðrum Palestínumönnum. Abbas forseti hélt svo sannkallaða þrumuræðu nú á tólfta tímanum. Þar sagði hann Hamas bera ábyrgð á óöldinni í Palestínu undanfarna daga en undirstrikaði jafnframt vandlega að hann myndi ekki láta það viðgangast að borgarastríð brytist út. Hann minnti auk þess á rétt sinn sem forseta til að leysa upp heimastjórnina, en henni hafa Hamas samtökin stýrt undanfarin misseri. "Ég þarf ekki á ríkisstjórn að halda mér til skemmtunar, ég þarf ríkisstjórn sem er fær um að fá þvingunum Vesturlanda aflétt," bætti hann við og vísaði þar til þess að Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fryst allar styrkveitingar til Palestínu vegna Hamas-stjórnarinnar. Forsetinn klykkti svo loks út með því að segja að hann vildi að þing- og forsetakosningar yrðu haldnar svo fljótt sem auðið væri. Erlent Fréttir Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Mahmoud Abbas forseti Palestínu sagði í ræðu nú í morgun að Hamas-samtökin bæru ábyrgð á róstunum sem nú ríkja á heimastjórnarsvæðunum. Hann hótaði að leysa ríkisstjórnina frá völdum og lét að því liggja að þing- og forsetakosningar væru á næsta leiti. Alger upplausn hefur ríkt á herteknu svæðunum undanfarna daga vegna síendurtekinn skæra Hamas-liða og stuðningsmanna Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas. Skotið var á bíl Ismail Haniyeh, forsætisráðherra og einn leiðtoga Hamas, við landamæri Egyptalands og Gaza í fyrrinótt og í gær særðust á fjórða tug manna í átökum á Vesturbakkanum og á Gaza. Í morgun var hins vegar allt með kyrrum kjörum enda höfðu leiðtogar fylkinganna beðið liðsmenn sína um að halda ró sinni. Þannig benti Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas sem situr í útlegð í Sýrlandi, í yfirlýsingu sinni á að baráttan ætti að beinast gegn hernámi Ísraela en ekki gegn öðrum Palestínumönnum. Abbas forseti hélt svo sannkallaða þrumuræðu nú á tólfta tímanum. Þar sagði hann Hamas bera ábyrgð á óöldinni í Palestínu undanfarna daga en undirstrikaði jafnframt vandlega að hann myndi ekki láta það viðgangast að borgarastríð brytist út. Hann minnti auk þess á rétt sinn sem forseta til að leysa upp heimastjórnina, en henni hafa Hamas samtökin stýrt undanfarin misseri. "Ég þarf ekki á ríkisstjórn að halda mér til skemmtunar, ég þarf ríkisstjórn sem er fær um að fá þvingunum Vesturlanda aflétt," bætti hann við og vísaði þar til þess að Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fryst allar styrkveitingar til Palestínu vegna Hamas-stjórnarinnar. Forsetinn klykkti svo loks út með því að segja að hann vildi að þing- og forsetakosningar yrðu haldnar svo fljótt sem auðið væri.
Erlent Fréttir Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira